Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 78

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2022, mánudaginn 19. september var haldinn 78. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 10:00. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Birna Hafstein varamaður fyrir Friðjón R Friðjónsson, Kjartan Magnússon, Stefán Pálsson og Pawel Bartoszek og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Þórdís Lóa Þórhalldsdóttir varamaður fyrir Kristinn Jón Ólafsson tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. september 2022, þar sem fram kemur að Friðjón R Friðjónsson taki sæti í ráðinu í stað Ragnhildar Öldu Vilhjálmsdóttur.  Jafnframt að Marta Guðjónsdóttir taki sæti sem varamaður í stað Friðjóns. MSS22060045

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning viðburðateymis menningar- og ferðamálasviðs á Menningarnótt 2022 og áætlun um tendrun Friðarsúlunnar. Guðmundur Birgir Halldórsson og Aðalheiður Santos Sveinsdóttir verkefnastjórar viðburða sitja fundinn undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á  rekstrarniðurstöðu menningar- og ferðamálasviðs janúar – júní 2022.

    Fylgigögn

  4. Frestað.Lagt fram bréf sviðsstjóra, dags. 14. september 2022, um skipun í faghóp vegna úthlutun styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs úr borgarsjóði til menningar og lista 2023 með tilnefningum frá Bandalagi íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöð. Frestað. 

  5. Lagt fram að nýju bréf starfandi sviðstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 16. ágúst 2022, um skipan tveggja fulltrúa menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í stjórn Ásmundarsafns. 

    Frestað.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf frá bandalagi íslenskra listamanna, dags. 4. ágúst 2022, um sameiningu sviða menningar-, og íþrótta- og tómstundamála.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir þá skoðun, sem fram kemur í bréfi Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) til ráðsins þar sem vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar vegna sameiningar íþrótta- og tómstundasviðs og menningar og ferðamálasviðs eru gagnrýnd. Bandalagið gagnrýnir sérstaklega að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunasamtök listamanna, starfsfólk menningarstofnana borgarinnar, fyrirtækja, listhópa og annarra hagsmunaaðila í menningargeiranum vegna umræddra breytinga þrátt fyrir að þær séu mjög umfangsmiklar og um sé að ræða sameiningu undir eitt svið með alls óskyldum málaflokki. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vekja athygli á þeirri ósk BÍL að það fái fulltrúa í þeim starfshópi, sem fái það verkefni að móta nýtt svið menningar, íþrótta og tómstunda og taka undir hana. Einnig skal minnt á að fram að síðasta kjörtímabili borgarstjórnar var BÍL með tvo áheyrnarfulltrúa í menningar- og ferðamálaráði en þáverandi meirihluti ákvað þá að fækka þeim í einn. Fulltrúar sjálfstæðisflokksins leggja til að áheyrnarfulltrúum BÍL verði aftur fjölgað í tvo á þeim forsendum að málaflokkur menningar er gríðarlega mikilvægur og umfangsmikill og til að tryggja fagmennsku í ákvarðanatöku er varðar þennan málaflokk hjá Reykjavíkurborg.

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í sameiningu stjórnsýslu menningar og íþrótta felast mikil sóknarfæri til að styrkja þá málaflokka sem þar falla undir. Eitt fagráð hefur sinnt málaflokkunum frá 2018 og hefur reynslan af því verið mjög góð. Umrætt fyrirkomulag er meginregla höfuðborgum Norðurlanda og hefur reynst vel. Við þökkum þau sjónarmið sem fram koma í erindi BÍL. Lykilatriði er að málefni menningar og lista verði áfram í öndvegi borginni og þarf að tryggja svo verði í þeirri vinnu sem framundan er.

    -    kl. 11:05  víkja Erling Þ Jóhannsson, María Rut Reynisdóttir og Huld Ingimarsdóttir af fundi.

    -    kl. 11: 06 taka Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, Steinþór Einarsson starfandi sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs og Andrés B Andreasen fjármálastjóri íþrótta- og tómstundasviðs sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 26. ágúst 2022 vegna aðstöðumála lyftingadeildar Ármanns sbr. 9. liður fundargerðar seinasta fundar. ITR22060005.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram minnisblað Íþróttabandalags Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundasviðs dags. 26. ágúst 2022 vegna erindis Dansfélagsins Bíldshöfða sbr. 13. liður fundargerðar seinasta fundar.  ITR22080014

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur og íþrótta- og tómstundasviðs dags. 26. ágúst 2022 vegna erindis Klifurfélags Reykjavíkur vegna aðstöðumála sbr. 16. liður fundargerðar seinasta fundar.  ITR22080015

    Vísað til starfandi sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs og framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Reykjavíkur og gerðar fjárhagsáætlunar.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs dags. 26. ágúst 2022 vegna erindis Glímufélagsins Ármanns um skíðaskála í Bláfjöllum sbr. 10. lið fundargerðar seinasta fundar. ITR22080017.

    Tilhögun sú sem fram kemur í bréfinu samþykkt.

    Fylgigögn

  11. Fram fer kynning á rekstrarniðurstöðu íþrótta- og tómstundasviðs janúar – júní 2022.

    -    kl. 11:39 víkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundi.  

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. sept. 2022 ásamt bréfi borgarstjóra dags. 26. ágúst um uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá Fjölni.  MSS22020089

    Vísað til íþrótta- og tómstundasviðs og eignasviðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Menningar- íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að fallist verði á framkomna hugmynd Fjölnis um lagningu keppnisvallar og uppbyggingu áhorfendaaðstöðu við Egilshöll og leigusamning um þau mannvirki. Ljóst er að umræddar framkvæmdir munu bæta aðstæður til íþróttaiðkunar í Grafarvogi verulega og fullnægja gildandi kröfum KSÍ um leyfisveitingar vegna keppnisvalla. Þá liggur fyrir álit skipulagsstjóra um að þessar hugmyndir gangi upp skipulagslega.

    Frestað.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram að nýju bréf ungmennafélags Kjalnesinga dags. 22. júní 2022.  Einnig lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs dags. 26. ágúst 2022. ITR22080013

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að sem fyrst verði ráðist í nauðsynlegt viðhald og endurbætur á íþróttahúsinu á Kjalarnesi. Ráðast þarf í viðgerðir á þaki hússins nú þegar. Þá þarf að skipta um gólfefni og leggja þar parket. Jafnframt þarf að meta fram komnar tillögur um viðbyggingu við íþróttahúsið fyrir áhalda- og tækjageymslu.

    Frestað. 

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Menningar, Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir því til borgarráðs að gengið verði til samninga við Knattspyrnufélagið Þrótt, og eftir atvikum Glímufélagið Ármann, um hönnun, fjármögnun, framkvæmd og rekstur á fjölnota íþróttahúsi á svæði félaganna. Staðsetning íþróttahússins verði í samræmi við niðurstöður starfshóps um skipulags- og uppbyggingarmál íþrótta í Laugardal, sem skilaði áliti í febrúar 2018.  Húsið verði keppnis- og æfingahús Þróttar og miðstöð starfsemi félagsins en einnig nýtt í þágu innanhúss íþróttagreina Glímufélagsins Ármanns. Jafnframt þjóni húsið íþróttakennslu fyrir skólana í hverfinu. Menningar, íþrótta- og tómstundasviði og umhverfis- og skipulagssviði verði falið að hefja nauðsynlega undirbúningsvinnu vegna málsins, m.a. semja kynningaráætlun fyrir hagsmunaaðila vegna íþróttahússins og hefja deiliskipulagsvinnu vegna þess í góðu samstarfi við Þrótt, Ármann og aðra hagsmunaaðila.

    Frestað.

Fundi slitið kl. 11:59.

PDF útgáfa fundargerðar
78. Fundargerð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 19. september 2022.pdf