Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 77

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2022, mánudaginn 22. ágúst var haldinn 77. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13:33. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Sabine Leskopf, Kristinn Jón Ólafsson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Kjartan Magnússon, Stefán Pálsson og Pawel Bartoszek. Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 11. ágúst 2022 þar sem tilkynnt er að Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir taki sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði í stað Björns Gíslasonar. MSS22060045

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf starfandi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 17. ágúst 2022 um breytingu á skipan á fulltrúa menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í hússtjórn Leikfélags Reykjavíkur.

    Samþykkt að Skúli Helgason taki sæti Hjálmars Sveinssonar og Huld Ingimarsdóttir og Óli Jón Hertervig sitji áfram í hússtjórninni.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf starfandi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. ágúst 2022 um skipan tveggja fulltrúa menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í stjórn Ásmundarsafns.  Logi Bjarnason mun sitja áfram fyrir hönd Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík.

    Frestað.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram yfirlit um ráðstöfunarpott styrkja menningar- og ferðamálasviðs dags. 22. ágúst 2022 vegna ársins 2023.

    Lagðar fram uppfærðar reglur um úthlutun styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á sviði menningarmála.

    Samþykkt.

    -    kl. 14:00 víkja Huld Ingimarsdóttir, María Rut Reynisdóttir og Erling Jóhannesson.

    -    kl. 14:00 taka sæti á fundinum Frímann Ari Ferdinandsson áheyrnarfulltrúi íþróttabandalag Reykjavíkur, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá íþrótta- og tómstundasvið og Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasvið.

    Fylgigögn

  5. Kynning á fyrirhuguðum endurbótum á Sundhöllinni.

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við þökkum kynningu á fyrirhuguðum breytingum á Sundhöllinni. Mikilvægt er að huga áfram að góðri aðstöðu fyrir hjól, til dæmis með góðum hjólaskýlum, aðgangstýrðum hjólastæðum eða hjólaskápum að hluta til fyrir rafhleðslu nálægt aðalinngangi.

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. júlí 2022 vegna tillögu fulltrúa Flokks fólksins í borgarráði 30. júní 2022 um nýtingu Frístundakortsins.

    Tillögunni er vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. MSS22060235

    Samþykkt og sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs er falið að undirbúa kynningu á Frístundastyrknum fyrir ráðinu, forsögu og fyrirkomulagi og undirbúa farveg fyrir stefnumótun.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. júlí 2022 vegna tillögu fulltrúa Flokks fólksins í borgarráði 30. júní 2022 um breytingar á reglum um styrki til frístundar.  

    Tillögunni er vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs  – MSS22060234

    Samþykkt og sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs er falið að undirbúa kynningu á Frístundastyrknum fyrir ráðinu, forsögu og fyrirkomulagi og undirbúa farveg fyrir stefnumótun.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. júlí 2022 vegna tillögu fulltrúa Flokks fólksins í borgarráði 21. júlí 2022 um kvennaklefa í Sundhöllinni.  

    Tillögunni er vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.  Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs dags. 26. júlí 2022 vegna málsins. MSS22070133

    Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns dags. 10. maí 2022 vegna málefna lyftingadeildar Ármanns. ITR22060005.

    Vísað til skrifstofu íþrótta- og tómstundasviðs og íþróttabandalags Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  10.     Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns dags. 15. júní 2022 vegna úttektar eldvarnareftirlits á Skíðaskála Ármanns í Bláfjöllum og ósk um styrk vegna framkvæmda við endurbætur. ITR22080017. 

    Vísað til sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skíðadeilda Íþróttafélags Reykjavíkur, Ármanns, Fram og Víkings dags. 25. júní 2022 með ósk um viðræður um rekstur skíðaskála félaganna í Bláfjöllum. ITR22080016.

        Vísað til íþrótta- og tómstundasviðs og Eignaskrifstofu.  

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf Ungmennafélags Kjalnesinga dags. 22. júní 2022 með ósk um viðræður um rekstur íþróttamannvirkja á Kjalarnesi. ITR22080013

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf Dansfélagsins Bíldshöfða dags. 26. júní 2022 vegna mismununar á húsaleigustyrkjum. ITR22080014

        Vísað til umsagnar Íþróttabandalags Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundasviðs.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. júlí 2022 vegna erindis til borgarráðs frá foreldrum í Efra-Breiðholti um bætta aðstöðu fyrir börn í Efra Breiðholti.  Jafnframt lagt fram afrit af bréfi sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs dags. 16. ágúst 2022 til borgarráðs vegna erindisins. MSS22050027

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasvið dags. 1. júlí 2022 vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði 27. júlí sbr. 6. lið fundargerðar. ITR22060012

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:

    Fyrirhugaður flutningur ferðamála til forsætisnefndar borgarstjórnar og sameining íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs hefur í för með sér viðamiklar breytingar á rekstri umræddra málaflokka og fyrir starfsfólk og samstarfsaðila viðkomandi sviða. Við svo umfangsmiklar stjórnsýslubreytingar er mikilvægt að vandað sé til verka í hvívetna. Hroðvirkni og samráðsleysi hafa hins vegar einkennt vinnubrögð meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar í málinu og ekki hefur verið fylgt einföldustu atriðum viðurkenndrar breytingastjórnunar. Fagleg úttekt á breytingunum og áhrifum þeirra á rekstur og þjónustu í viðkomandi málaflokkum hefur t.d. ekki enn farið fram. Umfangsmiklar skipulagsbreytingar hafa því verið samþykktar án þess að sýnt hafi verið fram á að þær leiði til hagræðingar eða betri þjónustu í viðkomandi málaflokkum. Nú er staðfest að engin tilraun var gerð til að upplýsa starfsfólk viðkomandi sviða um fyrirhugaðar breytingar heldur frétti það af henni í fjölmiðlum. Er þó ljóst að fjölmargt starfsfólk hefði getað komið með góðar ábendingar vegna slíkra hugmynda. Ekki var heldur nein tilraun gerð til þess að upplýsa helstu samstarfsaðila umræddra sviða um fyrirætlanir meirihlutans í þessum efnum og óska eftir athugasemdum og ábendingum frá þeim áður en lengra væri haldið. Meðal slíkra samstarfsaðila má nefna íþróttafélögin í Reykjavík, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Bandalag íslenskra listamanna og Samtök ferðaþjónustunnar. Í sáttmála nýs meirihluta voru stór loforð gefin um áherslu á ,,samráð við hagsmunaaðila og einstaklinga við alla stefnumótun“ og aukið ,,gagnsæi í stjórnsýslunni sem nær til allra ferla við ákvarðanatökur. Vinnubrögð meirihlutans við umræddar stjórnsýslubreytingar sýna að þessar hástemmdu yfirlýsingar í sáttmálanum eru innantómar og merkingarlausar. Greinilegt er að það var sjálfstætt markmið hjá meirihlutanum að samþykkja umræddar stjórnsýslubreytingar á sumarleyfistíma til að komast hjá umræðu í borgarstjórn um málið og lágmarka samráð við starfsfólk, hagsmuna- og samstarfsaðila. 

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi bókun:

    Sameining menningar og ferðamálasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs er rökrétt afleiðing af sameiningu fagráðanna á síðasta kjörtímabili og á sér fyrirmynd í stjórnskipulagi í nágrannalöndunum sem reynst hefur farsælt.  Auglýst hefur verið eftir sviðsstjóra sameinaðs sviðs sem mun m.a. leiða samráð við starfsfólk, hagaðila og aðra þá sem koma að starfsemi í þessum mikilvægu málaflokkum en markmiðið með sameiningunni er að nýta fjármuni borgarinnar betur, samnýta starfsfólk í stjórnsýslu og leggja grunn að enn frekari eflingu menningar-, íþrótta og tómstundastarfs í borginni.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf Klifurfélags Reykjavíkur dags. 9. ágúst 2022 vegna aðstöðumála. ITR22080015

    Vísað til skrifstofu íþrótta- og tómstundasviðs og íþróttabandalags Reykjavíkur.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:42

PDF útgáfa fundargerðar
77._fundargerd_menningar-_ithrotta-_og_tomstundarads_fra_22._agust_2022.pdf