Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2022, mánudaginn 22. ágúst var haldinn 77. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13:33. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Sabine Leskopf, Kristinn Jón Ólafsson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Kjartan Magnússon, Stefán Pálsson og Pawel Bartoszek. Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra ÍTR sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 11. ágúst 2022 þar sem tilkynnt er að Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir taki sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði í stað Björns Gíslasonar. MSS22060045
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf starfandi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 17. ágúst 2022 um breytingu á skipan á fulltrúa menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í hússtjórn Leikfélags Reykjavíkur.
Samþykkt að Skúli Helgason taki sæti Hjálmars Sveinssonar og Huld Ingimarsdóttir og Óli Jón Hertervig sitji áfram í hússtjórninni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf starfandi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. ágúst 2022 um skipan tveggja fulltrúa menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í stjórn Ásmundarsafns. Logi Bjarnason mun sitja áfram fyrir hönd Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík.
Frestað.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit um ráðstöfunarpott styrkja menningar- og ferðamálasviðs dags. 22. ágúst 2022 vegna ársins 2023.
Lagðar fram uppfærðar reglur um úthlutun styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á sviði menningarmála.
Samþykkt.
- kl. 14:00 víkja Huld Ingimarsdóttir, María Rut Reynisdóttir og Erling Jóhannesson.
- kl. 14:00 taka sæti á fundinum Frímann Ari Ferdinandsson áheyrnarfulltrúi íþróttabandalag Reykjavíkur, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá íþrótta- og tómstundasvið og Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasvið.Fylgigögn
-
Kynning á fyrirhuguðum endurbótum á Sundhöllinni.
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Við þökkum kynningu á fyrirhuguðum breytingum á Sundhöllinni. Mikilvægt er að huga áfram að góðri aðstöðu fyrir hjól, til dæmis með góðum hjólaskýlum, aðgangstýrðum hjólastæðum eða hjólaskápum að hluta til fyrir rafhleðslu nálægt aðalinngangi.
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. júlí 2022 vegna tillögu fulltrúa Flokks fólksins í borgarráði 30. júní 2022 um nýtingu Frístundakortsins.
Tillögunni er vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. MSS22060235
Samþykkt og sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs er falið að undirbúa kynningu á Frístundastyrknum fyrir ráðinu, forsögu og fyrirkomulagi og undirbúa farveg fyrir stefnumótun.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. júlí 2022 vegna tillögu fulltrúa Flokks fólksins í borgarráði 30. júní 2022 um breytingar á reglum um styrki til frístundar.
Tillögunni er vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs – MSS22060234
Samþykkt og sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs er falið að undirbúa kynningu á Frístundastyrknum fyrir ráðinu, forsögu og fyrirkomulagi og undirbúa farveg fyrir stefnumótun.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. júlí 2022 vegna tillögu fulltrúa Flokks fólksins í borgarráði 21. júlí 2022 um kvennaklefa í Sundhöllinni.
Tillögunni er vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs dags. 26. júlí 2022 vegna málsins. MSS22070133
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns dags. 10. maí 2022 vegna málefna lyftingadeildar Ármanns. ITR22060005.
Vísað til skrifstofu íþrótta- og tómstundasviðs og íþróttabandalags Reykjavíkur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns dags. 15. júní 2022 vegna úttektar eldvarnareftirlits á Skíðaskála Ármanns í Bláfjöllum og ósk um styrk vegna framkvæmda við endurbætur. ITR22080017.
Vísað til sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skíðadeilda Íþróttafélags Reykjavíkur, Ármanns, Fram og Víkings dags. 25. júní 2022 með ósk um viðræður um rekstur skíðaskála félaganna í Bláfjöllum. ITR22080016.
Vísað til íþrótta- og tómstundasviðs og Eignaskrifstofu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Ungmennafélags Kjalnesinga dags. 22. júní 2022 með ósk um viðræður um rekstur íþróttamannvirkja á Kjalarnesi. ITR22080013
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Dansfélagsins Bíldshöfða dags. 26. júní 2022 vegna mismununar á húsaleigustyrkjum. ITR22080014
Vísað til umsagnar Íþróttabandalags Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundasviðs.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. júlí 2022 vegna erindis til borgarráðs frá foreldrum í Efra-Breiðholti um bætta aðstöðu fyrir börn í Efra Breiðholti. Jafnframt lagt fram afrit af bréfi sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs dags. 16. ágúst 2022 til borgarráðs vegna erindisins. MSS22050027
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasvið dags. 1. júlí 2022 vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði 27. júlí sbr. 6. lið fundargerðar. ITR22060012
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:
Fyrirhugaður flutningur ferðamála til forsætisnefndar borgarstjórnar og sameining íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs hefur í för með sér viðamiklar breytingar á rekstri umræddra málaflokka og fyrir starfsfólk og samstarfsaðila viðkomandi sviða. Við svo umfangsmiklar stjórnsýslubreytingar er mikilvægt að vandað sé til verka í hvívetna. Hroðvirkni og samráðsleysi hafa hins vegar einkennt vinnubrögð meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar í málinu og ekki hefur verið fylgt einföldustu atriðum viðurkenndrar breytingastjórnunar. Fagleg úttekt á breytingunum og áhrifum þeirra á rekstur og þjónustu í viðkomandi málaflokkum hefur t.d. ekki enn farið fram. Umfangsmiklar skipulagsbreytingar hafa því verið samþykktar án þess að sýnt hafi verið fram á að þær leiði til hagræðingar eða betri þjónustu í viðkomandi málaflokkum. Nú er staðfest að engin tilraun var gerð til að upplýsa starfsfólk viðkomandi sviða um fyrirhugaðar breytingar heldur frétti það af henni í fjölmiðlum. Er þó ljóst að fjölmargt starfsfólk hefði getað komið með góðar ábendingar vegna slíkra hugmynda. Ekki var heldur nein tilraun gerð til þess að upplýsa helstu samstarfsaðila umræddra sviða um fyrirætlanir meirihlutans í þessum efnum og óska eftir athugasemdum og ábendingum frá þeim áður en lengra væri haldið. Meðal slíkra samstarfsaðila má nefna íþróttafélögin í Reykjavík, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Bandalag íslenskra listamanna og Samtök ferðaþjónustunnar. Í sáttmála nýs meirihluta voru stór loforð gefin um áherslu á ,,samráð við hagsmunaaðila og einstaklinga við alla stefnumótun“ og aukið ,,gagnsæi í stjórnsýslunni sem nær til allra ferla við ákvarðanatökur. Vinnubrögð meirihlutans við umræddar stjórnsýslubreytingar sýna að þessar hástemmdu yfirlýsingar í sáttmálanum eru innantómar og merkingarlausar. Greinilegt er að það var sjálfstætt markmið hjá meirihlutanum að samþykkja umræddar stjórnsýslubreytingar á sumarleyfistíma til að komast hjá umræðu í borgarstjórn um málið og lágmarka samráð við starfsfólk, hagsmuna- og samstarfsaðila.
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Sameining menningar og ferðamálasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs er rökrétt afleiðing af sameiningu fagráðanna á síðasta kjörtímabili og á sér fyrirmynd í stjórnskipulagi í nágrannalöndunum sem reynst hefur farsælt. Auglýst hefur verið eftir sviðsstjóra sameinaðs sviðs sem mun m.a. leiða samráð við starfsfólk, hagaðila og aðra þá sem koma að starfsemi í þessum mikilvægu málaflokkum en markmiðið með sameiningunni er að nýta fjármuni borgarinnar betur, samnýta starfsfólk í stjórnsýslu og leggja grunn að enn frekari eflingu menningar-, íþrótta og tómstundastarfs í borginni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Klifurfélags Reykjavíkur dags. 9. ágúst 2022 vegna aðstöðumála. ITR22080015
Vísað til skrifstofu íþrótta- og tómstundasviðs og íþróttabandalags Reykjavíkur.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:42
PDF útgáfa fundargerðar
77._fundargerd_menningar-_ithrotta-_og_tomstundarads_fra_22._agust_2022.pdf