Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2022, mánudaginn 20. júní var haldinn 75. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13:30. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir varamaður fyrir Björn Gíslason, Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek, Stefán Pálsson. Anna Eyjólfsdóttir varamaður BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Signý Leifsdóttir verkefnisstjóri hjá menningar- og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra ÍTR sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 8. júní 2022 vegna kjörs borgarstjórnar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. MSS22060045
Fylgigögn
-
Samþykkt að fundartími ráðsins verði 2. og 4. mánudag í mánuði kl. 13:30. MSS22060045
-
Fram fer kynning á skýrslu Barnamenningarhátíðar dags í apríl 2022. MOF22060005
Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar og Björg Jónsdóttir verkefnastjóri viðburða sátu fundinn undir þessum lið.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á skýrslu starfsáætlunar menningar- og ferðamálasviðs 2022. MOF22050013
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt ársfjórðungsuppgjör menningar- og ferðamálasviðs frá janúar til mars 2022. MOF22060007
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf frá formanni Tónskáldafélags Íslands dags. 13. júní 2022 vegna stuðnings Reykjavíkurborgar við Myrka músíkdaga. MOF22060008
Sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs falið að hefja samtal við Tónskáldafélag Íslands koma með tillögu í haust.- Kl. 14:28 víkja Huld Ingimarsdóttir og Anna Eyjólfsdóttir af fundi.
- Kl. 14:29 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR og Frímann Ari Ferdinandsson varaáheyrnarfulltrúi ÍBR.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 8. júní 2022 vegna samnings við Íþróttafélag Reykjavíkur um rekstur íþróttamannvirkja í S-Mjódd. ITR22030008
Samþykkt og vísað til meðferðar borgarráðs.Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍBR og sviðsstjóra ÍTR dags. 14. júní 2022 vegna íþróttastarfs í Breiðholti. ITR22020017
Samþykkt sú tilhögun sem fram kemur í minnisblaðinu.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. maí 2022 vegna tillögu íbúaráðs Grafarvogs um frístundaakstur. MSS22050100
Erindinu er vísað til meðferðar sviðsstjóra.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns dags. 10. maí 2022 vegna málefna lyftingadeildar Ármanns. ITR22060005
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Oslóborgar dags. 10. maí 2022 með boð á norræna höfuðborgarráðstefnu í íþróttum í Osló 17.-19. ágúst 2022. ITR22050010
Samþykkt að senda fulltrúa frá minnihluta og meirihluta ásamt embættismönnun á ráðstefnuna.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. maí 2022 vegna bréfs ÍBR til borgarráðs vegna frjálsíþróttahallar. MSS22050110
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:30
Skúli Helgason Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir
Kristinn Jón Ólafsson Pawel Bartoszek
Stefán Pálsson
PDF útgáfa fundargerðar
75._fundargerd_menningar-_ithrotta-_og_tomstundarads_fra_20._juni_2022.pdf