Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2022, mánudaginn 23. maí var haldinn 74. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13:33. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Líf Magneudóttir og Baldur Borgþórsson. Ellen Calmon og Erling Jóhannesson, áheyrnarfulltrúi BÍL tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Signý Leifsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu sviðsstjóra sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Tillaga um borgarhátíðir 2023-2025 byggð á greinargerð faghóps um borgarhátíðir 2023-2025 dags. Til samþykktar. – Trúnaðarmál.
Samþykkt. MOF22030002 -
Lagt fram bréf dags. 17.5.2022 frá Bókmenntahátíð í Reykjavík með ósk um tíu ára samstarfssamning 2024-2034. Til samþykktar.
Frestað. MOF22050010Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur faghóps um styrki til myndríkar miðlunar um sögu Reykjavíkur 2022. Til samþykktar.
Samþykkt. MOF22050012Fylgigögn
-
Lögð fram starfsáætlun menningar- og ferðamálasviðs fyrir 2022 og ársskýrsla 2021. Fram fer kynning starfandi sviðsstjóra. MOF22050013
Fylgigögn
-
Samningur við Stockfish fyrir árin 2023-2025 samkvæmt samþykkt borgarráðs á fundi 5655 dags. 10. febrúar 2022. Til kynningar.
- kl. 14:11 viku Huld Ingimarsdóttir og Erling Jóhannesson af fundi.
- kl. 14:11 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu ÍTR. MOF22020002Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 26. apríl 2022 vegna frístundaaksturs. ITR22050005
Fylgigögn
-
Lögð fram forsögn að Fossvogslaug. ITR22050011
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 4. maí 2022 vegna styrkveitinga til félaga vegna viðhaldsmála. Til afgreiðslu.
Samþykkt. ITR22030005Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 4 maí 2022 vegna samnings við Knattspyrnufélagið Fram um rekstur mannvirkja í Úlfarsárdal - Til afgreiðslu.
Samþykkt. ITR22030007Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað mannauðs- og starfsumhverfissviðs dags. 2. maí 2022 vegna viðhorfskönnunar meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar 2021. ITR22050006
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skráningu hunda. Jafnframt lagt fram svar Dýraþjónustu Reykjavíkur. MSS22010226
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. maí 2022 þar sem fram kemur að tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um markvissa heilsueflingu fyrir eldri borgara í Reykjavík hafi verið vísað til meðferðar velferðarráðs og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.
Vísað til umsagnar hjá ÍTR. MSS22050020
Fylgigögn
-
Lagt fram svar íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs dags. 9. maí 2022, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um styrki til dansíþróttarinnar sbr. 17. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 25. apríl 2022.
- Huld Ingimarsdóttir situr fundinn undir þessum lið. ITR22050004
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá seinasta fundi liður 16:
Við hönnun og undirbúning á Vetrargarði í Breiðholti verði hugað að heilsársnýtingu svokallaðs töfrateppis með byrjenda- og barnvænni fjallahjólaleið frá toppi og niður.
Samþykkt. ITR22050007
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað Jafningjafræðslu Hins Hússins dags. 25. apríl 2022 um Menningarspjall Jafningjaráðsins. ITR22050008
Fylgigögn
-
Umræður um íþróttastarf og rekstur mannvirkja í Breiðholti. ITR22050012