Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 73

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2022, mánudaginn 25. apríl var haldinn 73. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13:35. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Katrín Atladóttir, Ellen Calmon, Vigdís Hauksdóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011:  Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Frístundakortinu 2021.

    Jóhanna Garðarsdóttir deildarstjóri hjá ÍTR situr fundinn undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á verkefnum starfshóps um fjölmenningarfræðslu fyrir íþrótta- og tómstundastarf í Reykjavík.

    Jóhannes Guðlaugsson íþrótta- og frístundatengill í Þjónustumiðstöð Breiðholts, Gerður Sveinsdóttir mannauðs- og þjónusturáðgjafi hjá ÍTR og Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis, mannréttinda- og ofbeldismála frá ÍBR sitja fundinn undir þessum lið.

    -    Kl. 14:10 víkur Líf Magneudóttir af fundi og Elín Oddný Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum.

    -    Kl. 14:18 víkur Ellen Calmon af fundi og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum.

  3. Fram fer kynning á Frístund fatlaðra framhaldsskólanema í Hinu Húsinu.

    Markús H. Guðmundsson forstöðumaður Hins Hússins og Gylfi Már Sigurðsson verkefnastjóri Frítímastarfs fatlaðra ungmenna, sitja fundinn undir þessum lið.

  4. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. mars 2022 þar sem vísað er til umsagnar erindi Skáksambands Íslands um styrk vegna afmælishátíðar einvígis aldarinnar. 

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð mælir með að Skáksambandið verði styrkt vegna þessa.  Viðburðurinn mun hafa jákvæð áhrif á skáklíf Reykjavíkurborgar.  Við ákvörðun styrkupphæðar er rétt að líta til styrkja vegna Borgarhátíða o.þ.h. hátíða. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 19. apríl 2022 með tillögum um styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga vegna viðhalds eigin mannvirkja félaganna – trúnaðarmál.

    Frestað.

  6. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. febrúar 2022 þar sem vísað er til afgreiðslu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tillögu fulltrúa í ungmennaráði Grafarvogs um gjaldtöku fyrir börn 17 ára og yngri í sundlaugum.  

    Jafnframt lagt fram bréf fjármálastjóra ÍTR dags. 31. mars 2022 vegna málsins.  

    Á grundvelli upplýsinga um kostnað er tillögunni hafnað.

    Fylgigögn

  7. Rætt um Höfuðborgarráðstefnu í Osló í september 2022.

    Fylgigögn

  8. Rætt um Vinabæjarráðstefnu Norðurlanda september 2023 í Reykjavík. 

  9. Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Fjölnis dags. 15. mars 2022 vegna heilsueflingar fyrir eldri borgara í Grafarvogi.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Fram dags. 5. apríl 2022 vegna lýðheilsumála í Úlfarsárdal og Grafarholti.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf Landssambands eldri borgara og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands dags. 4. febrúar 2022 vegna heilsueflingar eldri borgara.

    -    kl. 15:00 viku Ómar Einarsson og Helga Björnsdóttir af fundi.

    -     kl. 15:06 taka sæti á fundinum Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri MOF, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála, Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL og Signý Leifsdóttir verkefnastjóri MOF sem tekur við fundarritun.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram til kynningar skýrslan „Hafnarhús – framtíðin í húsi myndlistar“ um útkomu hugarflugsfunda um framtíð Hafnarhússins. Trúnaðarmál.

  13. Fram fer kynning á niðurstöðum stjórnar Kjarvalsstofu í París um úthlutun dvalar í Kjarvalsstofu á tímabilinu maí 2022 – apríl 2023.

    Fylgigögn

  14. Fram fer umræða um val á borgarlistamanni Reykjavíkur 2022. Lögð fram tilnefning um borgarlistamann 2022 sem útnefndur verður 17. júní 2022. Samþykkt. Trúnaðarmál fram að útnefningu. 

  15. Fram fer umræða um val tveggja fulltrúa MÍT í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar og val á formanni. Lögð fram tilnefning fulltrúa. Samþykkt. Trúnaðarmál.

  16. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:

        

    Við hönnun og undirbúning á Vetrargarði í Breiðholti verði hugað að heilsársnýtingu svokallaðs töfrateppis með byrjenda- og barnvænni fjallahjólaleið frá toppi og niður.

    Frestað.

  17. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

    1. Óskað er eftir upplýsingum um fjárhæðir styrkja borgarinnar til dansíþrótta á líðandi kjörtímabili. 2. Hefur farið fram samtal á milli ríkis og sveitarfélaga vegna lagaumgjarðar hvernig standa skuli að styrkveitingum til einkaskóla í listdansi til lengri tíma? 3. Hvert er hlutfall styrkveitinga til dansíþrótta af heildarfjárhæð veittra styrkja Menningar- íþrótta og tómstundaráðs og hvernig er þeim útdeilt?

    Vísað til umsagnar hjá ÍTR.

Fundi slitið klukkan 15:45