Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2022, mánudaginn 25. apríl var haldinn 73. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13:35. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Katrín Atladóttir, Ellen Calmon, Vigdís Hauksdóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Frístundakortinu 2021.
Jóhanna Garðarsdóttir deildarstjóri hjá ÍTR situr fundinn undir þessum lið. -
Fram fer kynning á verkefnum starfshóps um fjölmenningarfræðslu fyrir íþrótta- og tómstundastarf í Reykjavík.
Jóhannes Guðlaugsson íþrótta- og frístundatengill í Þjónustumiðstöð Breiðholts, Gerður Sveinsdóttir mannauðs- og þjónusturáðgjafi hjá ÍTR og Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis, mannréttinda- og ofbeldismála frá ÍBR sitja fundinn undir þessum lið.- Kl. 14:10 víkur Líf Magneudóttir af fundi og Elín Oddný Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum.
- Kl. 14:18 víkur Ellen Calmon af fundi og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum. -
Fram fer kynning á Frístund fatlaðra framhaldsskólanema í Hinu Húsinu.
Markús H. Guðmundsson forstöðumaður Hins Hússins og Gylfi Már Sigurðsson verkefnastjóri Frítímastarfs fatlaðra ungmenna, sitja fundinn undir þessum lið. -
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. mars 2022 þar sem vísað er til umsagnar erindi Skáksambands Íslands um styrk vegna afmælishátíðar einvígis aldarinnar.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð mælir með að Skáksambandið verði styrkt vegna þessa. Viðburðurinn mun hafa jákvæð áhrif á skáklíf Reykjavíkurborgar. Við ákvörðun styrkupphæðar er rétt að líta til styrkja vegna Borgarhátíða o.þ.h. hátíða.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 19. apríl 2022 með tillögum um styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga vegna viðhalds eigin mannvirkja félaganna – trúnaðarmál.
Frestað. -
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. febrúar 2022 þar sem vísað er til afgreiðslu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tillögu fulltrúa í ungmennaráði Grafarvogs um gjaldtöku fyrir börn 17 ára og yngri í sundlaugum.
Jafnframt lagt fram bréf fjármálastjóra ÍTR dags. 31. mars 2022 vegna málsins.
Á grundvelli upplýsinga um kostnað er tillögunni hafnað.Fylgigögn
-
Rætt um Höfuðborgarráðstefnu í Osló í september 2022.
Fylgigögn
-
Rætt um Vinabæjarráðstefnu Norðurlanda september 2023 í Reykjavík.
-
Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Fjölnis dags. 15. mars 2022 vegna heilsueflingar fyrir eldri borgara í Grafarvogi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Fram dags. 5. apríl 2022 vegna lýðheilsumála í Úlfarsárdal og Grafarholti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Landssambands eldri borgara og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands dags. 4. febrúar 2022 vegna heilsueflingar eldri borgara.
- kl. 15:00 viku Ómar Einarsson og Helga Björnsdóttir af fundi.
- kl. 15:06 taka sæti á fundinum Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri MOF, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála, Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL og Signý Leifsdóttir verkefnastjóri MOF sem tekur við fundarritun.
Fylgigögn
-
Lögð fram til kynningar skýrslan „Hafnarhús – framtíðin í húsi myndlistar“ um útkomu hugarflugsfunda um framtíð Hafnarhússins. Trúnaðarmál.
-
Fram fer kynning á niðurstöðum stjórnar Kjarvalsstofu í París um úthlutun dvalar í Kjarvalsstofu á tímabilinu maí 2022 – apríl 2023.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um val á borgarlistamanni Reykjavíkur 2022. Lögð fram tilnefning um borgarlistamann 2022 sem útnefndur verður 17. júní 2022. Samþykkt. Trúnaðarmál fram að útnefningu.
-
Fram fer umræða um val tveggja fulltrúa MÍT í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar og val á formanni. Lögð fram tilnefning fulltrúa. Samþykkt. Trúnaðarmál.
-
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
Við hönnun og undirbúning á Vetrargarði í Breiðholti verði hugað að heilsársnýtingu svokallaðs töfrateppis með byrjenda- og barnvænni fjallahjólaleið frá toppi og niður.Frestað.
-
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Óskað er eftir upplýsingum um fjárhæðir styrkja borgarinnar til dansíþrótta á líðandi kjörtímabili. 2. Hefur farið fram samtal á milli ríkis og sveitarfélaga vegna lagaumgjarðar hvernig standa skuli að styrkveitingum til einkaskóla í listdansi til lengri tíma? 3. Hvert er hlutfall styrkveitinga til dansíþrótta af heildarfjárhæð veittra styrkja Menningar- íþrótta og tómstundaráðs og hvernig er þeim útdeilt?
Vísað til umsagnar hjá ÍTR.
Fundi slitið klukkan 15:45