Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
MENNINGAR-, ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2018, mánudaginn 12. nóvember var haldinn 7. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.31. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Katrín Atladóttir, Björn Gíslason og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ómar Einarsson, Arna Schram og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 6. nóvember sl., varðandi setu áheyrnarfulltrúa menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á stjórnarfundum Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Samþykkt að Pawel Bartoszek verði áheyrnarfulltrúi og Steinþór Einarsson varaáheyrnarfulltrúi.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á árshlutauppgjöri menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar-september 2018. RMF18050002
Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 14:00 hefst opinn fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
- Kl. 14:00 tekur Erling Jóhannesson sæti á fundinum. -
Fram fer kynning á aðstöðu til tónleikahalds í Reykjavík. RMF18010001
Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Katrín Atladóttir, Björn Gíslason og Baldur Borgþórsson taka sæti í pallborði. Pawel Bartoszek stýrir pallborðsumræðum.
María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á Framtíðarbókasafninu. RMF18040010
Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Katrín Atladóttir, Björn Gíslason og Baldur Borgþórsson taka sæti í pallborði. Pawel Bartoszek stýrir pallborðsumræðum.
Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar á Borgarbókasafninu, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 15:20 víkur Sabine Leskopf af fundinum.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:42
Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson