Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 68

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2022, mánudaginn 24. janúar var haldinn 68. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og hófst hann kl. 13:31. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Ellen Calmon, Jórunn Pála Jónasdóttir varamaður fyrir Katrínu Atladóttur, Baldur Borgþórsson,Vigdís Hauksdóttir og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði og Lilja Björk Björnsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Borgarsögusafni 2022.

    Guðbrandur Benediktsson forstöðumaður Borgarsögusafns tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    -    kl. 14:00 víkja Erling Jóhannesson, Huld Ingimarsdóttir og Lilja Björk Björnsdóttir af fundinum.

    -    14:01 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR, Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR og Helga Björnsdóttir tekur við fundarritun.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um aðstöðu til siglinga í Skerjafirði.

  3. Lagt fram bréf ÍBR dags 14. janúar 2022 vegna Laugardalshallar.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Leiknis dags 17. janúar 2022 vegna 
    vallarmála félagsins. Jafnframt lagt fram bréf félagsins dags 1. desember 2021 vegna breytinga á uppbyggingu félagsins og framtíð félagsins.
    Bréf vegna vallarmála er vísað til skrifstofu Eigna og bréf vegna uppbyggingar félagsins er vísað til íþrótta- og tómstundasviðs og Íþróttabandalags Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf Frisbígolffélags Reykjavíkur dags 18. janúar 2022 vegna aðstöðumála félagsins.
        Samþykkt að óska eftir umsögn skipulagsfulltrúa.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram 11 mánaða uppgjör ÍTR – trúnaðarmál.

  7. Lögð fram eftirfarandi tillaga um íþróttastarf í Vogabyggð-Ártúnshöfða.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hefur fjallað um samþykkt borgarráðs frá 4. mars 2021 þar sem ráðinu er falið að gera tillögu að því hvaða íþróttafélög eða íþróttafélag taki að sér að þjóna nýjum borgarhluta í Vogabyggð og Ártúnshöfða varðandi íþróttamál. Ráðinu bar að rýna drög að deiliskipulagi og aðgengi að nálægum svæðum með tilliti til íþróttaaðstöðu. Meðal annars átti að líta til hugmynda félaganna og óskir um uppbyggingu inn á svæðunum með hagkvæmni í huga.

    Á fundi ráðsins komu fulltrúar Ármanns, Fjölnis, Fylkis, Víkings og Þróttar og kynntu hugmyndir sínar varðandi íþróttastarf í Vogabyggð og Ártúnshöfða.

    Lagt er til:

    Að Vogabyggð verði þjónað af Ármanni og Þrótti sameiginlega. Að Ármann og Þróttur þjóni einnig Bryggjuhverfi þegar skóli verði kominn í hverfið og þá verði því  ekki lengur þjónað af Fjölni. Að skoðað verði að höfuðstöðvar Ármanns og félagsaðstaða flytjist í Vogabyggð, en til samanburðar verði skoðuð hagkvæmni þess að sameiginlegar höfuðstöðvar Þróttar/Ármanns verði áfram í Laugardal.
    Að Ármann og Þróttur þjóni áfram Laugardalssvæðinu sameiginlega eins og verið hefur. Gert er ráð fyrir að gengið verði til samninga við viðkomandi félög um þjónustu, uppbyggingu og rekstur í hverfunum. Ekki er gert ráð fyrir að fjölga hverfafélögum með þessari tillögu heldur veiti Ármann og Þróttur heildstæða þjónustu í sameiningu á öllu starfssvæði, bæði í Laugardal og Vogahverfi. Það byggir á því að þjónusta félaganna eftir greinum skarast í engu. 

    Ákvörðun um Ártúnshöfða verði frestað til næsta fundar Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

    Samþykkt.

Fundi slitið klukkan 14:45

PDF útgáfa fundargerðar
68._fundargerd_menningar-._ithrotta-_og_tomstundarads_fra_24._januar_2022.pdf