Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2022, mánudaginn 10. janúar var haldinn 67. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og hófst hann kl. 13:32. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson, Vigdís Hauksdóttir og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði og Lilja Björk Björnsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. desember 2021 þar sem fram kemur að Vigdís Hauksdóttir taki sæti Baldurs Borgþórssonar í ráðinu. Jafnframt að Kolbrún Baldursdóttir taki sæti sem varamaður Vigdísar í ráðinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. desember 2021 þar sem fram kemur að Baldur Borgþórsson taki sæti Jórunnar Pálu Jónasdóttur sem aðalmaður í ráðinu og Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti Kolbrúnar Baldursdóttur sem varamaður í ráðinu.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga fagráðs um úthlutun styrkja 2022 hjá menningar-, og ferðamálasviði.
Gunnar I. Gunnsteinsson formaður fagráðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
- kl. 13.45 tóku Líf Magneudóttir og Ellen Calmon sæti á fundinumSamþykkt.
-
Fram fer kosning í stjórn Kjarvalsstofu, listamannaíbúð í París.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf forsætisnefndar dags. 9. desember 2021 ásamt tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um að stytta afgreiðslutíma tillagna sem lagðar eru fram á borgarstjórnarfundi og upplýsingar um úrvinnsluferlið verði aðgengilegra.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga styrkjahóps ÍTR dags. 28. desember 2021 vegna styrkja ráðsins 2022.
Samþykkt. -
Lagt fram bréf Íþróttafélags Reykjavíkur dags. 4. nóvember 2021 varðandi stöðu hverfafélaga í borginni.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Afstaða menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs er að Reykjavík eigi að hvetja til samstarfs og sameiningar félaga þannig að aðgengi barna að íþróttastarfi sé sem fjölbreyttast í öllum hverfum, í samræmi við samþykkta íþróttastefnu Reykjavíkur. Augljósustu samstarfs- og sameiningarkostir í Reykjavík eru annars vegar í Breiðholti og hins vegar í Laugardalnum. Öflug hverfisíþróttafélög gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja íbúum öfluga, faglega og fjölbreytta þjónustu í þeirra nærumhverfi.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá ÍTR 2021.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Coventry City Council dags. 10. desember 2021 um boð á International Childrens Games 11. – 16. ágúst 2022.
Vísað til Íþróttabandalags Reykjavíkur.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Golfklúbbs Brautarholts dags. 9. desember 2021 um stöðu golfklúbba í Reykjavík.
Vísað til Íþróttabandalags Reykjavíkur.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Hjólakrafts dags. 5. janúar 2022 með ósk um samstarf við ÍTR.
Vísað til umsagnar sviðsstjóra ÍTR.Fylgigögn
-
Rætt um íþróttastarf í Vogabyggð og Ártúnshöfða.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 16:00
PDF útgáfa fundargerðar
67._fundargerd_menningar-._ithrotta-_og_tomstundarads_fra_10._januar_2022.pdf