Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 67

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2022, mánudaginn 10. janúar var haldinn 67. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og hófst hann kl. 13:32. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson, Vigdís Hauksdóttir og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði og Lilja Björk Björnsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. desember 2021 þar sem fram kemur að Vigdís Hauksdóttir taki sæti Baldurs Borgþórssonar í ráðinu.  Jafnframt að Kolbrún Baldursdóttir taki sæti sem varamaður Vigdísar í ráðinu.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. desember 2021 þar sem fram kemur að Baldur Borgþórsson taki sæti Jórunnar Pálu Jónasdóttur sem aðalmaður í ráðinu og Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti Kolbrúnar Baldursdóttur sem varamaður í ráðinu.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tillaga fagráðs um úthlutun styrkja 2022 hjá menningar-, og ferðamálasviði.

    Gunnar I. Gunnsteinsson formaður fagráðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

        

    -    kl. 13.45 tóku Líf Magneudóttir og Ellen Calmon sæti á fundinum

    Samþykkt.

  4. Fram fer kosning í stjórn Kjarvalsstofu, listamannaíbúð í París. 

    Frestað.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf forsætisnefndar dags. 9. desember 2021 ásamt tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um að stytta afgreiðslutíma tillagna sem lagðar eru fram á borgarstjórnarfundi og upplýsingar um úrvinnsluferlið verði aðgengilegra.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tillaga styrkjahóps ÍTR dags. 28. desember 2021 vegna styrkja ráðsins 2022.

    Samþykkt.

  7. Lagt fram bréf Íþróttafélags Reykjavíkur dags. 4. nóvember 2021 varðandi stöðu hverfafélaga í borginni.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Afstaða menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs er að Reykjavík eigi að hvetja til samstarfs og sameiningar félaga þannig að aðgengi barna að íþróttastarfi sé sem fjölbreyttast í öllum hverfum, í samræmi við samþykkta íþróttastefnu Reykjavíkur. Augljósustu samstarfs- og sameiningarkostir í Reykjavík eru annars vegar í Breiðholti og hins vegar í Laugardalnum. Öflug hverfisíþróttafélög gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja íbúum öfluga, faglega og fjölbreytta þjónustu í þeirra nærumhverfi.

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá ÍTR 2021. 

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf Coventry City Council dags. 10. desember 2021 um boð á International Childrens Games 11. – 16. ágúst 2022.  

    Vísað til Íþróttabandalags Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf Golfklúbbs Brautarholts dags. 9. desember 2021 um stöðu golfklúbba í Reykjavík.  

    Vísað til Íþróttabandalags Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf Hjólakrafts dags. 5. janúar 2022 með ósk um samstarf við ÍTR.

    Vísað til umsagnar sviðsstjóra ÍTR.

    Fylgigögn

  12. Rætt um íþróttastarf í Vogabyggð og Ártúnshöfða.

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 16:00

PDF útgáfa fundargerðar
67._fundargerd_menningar-._ithrotta-_og_tomstundarads_fra_10._januar_2022.pdf