Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 65

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 8. nóvember var haldinn 65. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst hann kl. 13:30. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Líf Magneudóttir, Baldur Borgþórsson og Jórunn Pála Jónasdóttir. Pawel Bartoszek, Katrín Atladóttir og Ellen Calmon taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu ÍTR, Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 3. nóv. 2021 vegna samnings við Taflfélag Reykjavíkur.

    Samningsdrögin samþykkt og þeim vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 3. nóv. 2021 vegna samnings við Skátasamband Reykjavíkur.

    Samþykkt með þeim breytingum að ákvæðum um að verðbætur taki mið af hagræðingarkröfu fjárhagsáætlunar hverju sinni verði komið við þar sem við á.

    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 3. nóv. 2021 vegna samnings við KFUM og KFUK.

    Samþykkt með þeim breytingum að ákvæðum um að verðbætur taki mið af hagræðingarkröfu fjárhagsáætlunar hverju sinni verði komið við þar sem við á.

    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 3. nóv. 2021 vegna samnings við Tónlistarfélag Árbæjar.

    Samningsdrögin samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 3. nóv. 2021 vegna samnings við Glímufélagið Ármann vegna Laugabóls.

    Samþykkt með þeim breytingum að ákvæðum um að verðbætur taki mið af hagræðingarkröfu fjárhagsáætlunar hverju sinni verði komið við þar sem við á.

    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 3. nóv. 2021 vegna samninga við Knattspyrnufélagið Þrótt vegna Rey Cup og reksturs vegna Laugabóls.

    Samþykkt með þeim breytingum að ákvæðum um að verðbætur taki mið af hagræðingarkröfu fjárhagsáætlunar hverju sinni verði komið við þar sem við á.

    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 4 nóv. 2021 vegna samnings við Félag tónlistarþróunarmiðstöðvar.

    Samningsdrögin samþykkt og þeim vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra reksturs og þjónustu hjá ÍTR dags. 3. nóv. 2021 vegna búningsklefa í Sundhöllinni.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 29. október 2021 ásamt umsögn um erindi Skátasambands Reykjavíkur dags. 5. október 2021 sem lagt var fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs 11. október og vísað var til umsagnar ÍTR.

    Ráðið tekur undir svar sviðsstjóra.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 29. október 2021 ásamt umsögn um fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um aðstöðu til keiluíþróttar, sem lagt var fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs 11. október 2021 og vísað til umsagnar ÍTR.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram framkvæmdaáætlun ÍTR 2022-2026. 

    Fylgigögn

  12. Rætt um skipan í styrkjahóp ÍTR/MÍT. Samþykkt að Líf Magneudóttir, Ellen Calmon og Jórunn Pála Jónasdóttir sitji í hópnum.

    -    kl. 14:28 víkja Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Helga Björnsdóttir af fundinum.

    -    kl. 14:29 taka sæti á fundinum Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL, Arna Schram sviðsstjóri hjá menningar- og ferðamálasviði, Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar-og fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði og Lilja Björk Björnsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem tekur við fundarritun.

  13. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði dags. 3. nóvember 2021 um aukaúthlutun vegna myndríkra bóka.

    Samþykkt.

  14. Lagt fram til kynningar stöðuyfirlit skrifstofustjóra menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði dags. 4. nóvember 2021 um borgarhátíðir 2021.

    Fylgigögn

  15. Lögð fram framlenging á samningi 2022-2024 við Borgarleikhúsið. Trúnaðarmál.

    Samningsdrögin samþykkt og þeim vísað til borgarráðs.

  16. Lagt fram til kynningar minnisblað skrifstofustjóra rekstrar og fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði dags. í nóvember 2021 um hugmyndir um breyttan opnunartíma safna. Trúnaðarmál.

  17. Lögð fram menningarstefna Reykjavíkurborgar 2021-2030, List og menning í Reykjavík 2030. Trúnaðarmál.

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

Fundi slitið klukkan 15:27

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_0811.pdf