No translated content text
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2021, mánudaginn 11. október var haldinn 64. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst hann kl. 13:00. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Jórunni Pálu Jónasdóttur og Ellen Calmon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu ÍTR, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á skýrslu um úttekt á sundlaugum Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram bréf Innri endurskoðunar og ráðgjafar dags. 1. september 2021.
Jenný Stefanía Steinsdóttir og Elva Ingibergsdóttir frá Innri endurskoðun og ráðgjöf sátu fundinn undir þessum lið. -
Lagt fram bréf forstöðumanns Fjölskyldugarðsins dags. 28. september 2021 vegna hugsanlegs samstarfs garðsins við Sirkus Ísland.
Vísað til meðferðar ÍTR.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skátasambands Reykjavíkur dags. 5. október 2021 með ósk um aukinn stuðning við sumarnámskeið fyrir börn og sumarstarfsmenn sem eru á 17. ári.
Vísað til umsagnar ÍTR.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. september 2021 þar sem vísað er til meðferðar ráðsins tillögu áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um aðstöðu til keiluiðkunar.
Vísað til umsagnar ÍTR.Fylgigögn
-
Lögð fram ársskýrsla ÍBR 2019 – 2020 ásamt kynningarefni um forvarnir, viðbrögð og verkferla vegna kynferðislegs ofbeldis og áreitni í íþróttum.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Ráðið þakkar Íþróttabandalagi Reykjavíkur fyrir vel unna stefnumótun varðandi kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni. Íþróttastarf í borginni á að fara fram í öruggu umhverfi og þeir verkferlar og þær forvarnaaðgerðir sem lagðar eru til í skýrslunni eru leið að því markmiði. Þessi vinna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík til fyrirmyndar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fjárhagsáætlun ÍTR 2022.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð staðfestir að drög að starfs- og fjárhagsáætlun sé í samræmi við ákvarðanir ráðsins um áherslur og forgangsröðun og markaða stefnu í málaflokknum.- kl. 15:00 víkja Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Andrés B. Andreasen af fundinum.
- kl. 15:01 taka sæti á fundinum Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL, Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar -og fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði og Lilja Björk Björnsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem tekur við fundarritun.
-
Tilnefning MÍT í dómnefnd vegna Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur 2021.
Geir Finnsson tilnefndur.
Samþykkt. -
Lagt fram svar dagsett 4. október 2021 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um riftingu á samningum vegna forsendubrests eða vanefnda styrkþega.
-
Lögð fram fjárhagsáætlun MOF 2022.
Ráðið leggur fram eftirfarandi bókun:
Ráðið staðfestir gjaldskrár og starfs- og fjárhagsáætlanir menningar- og ferðamálasviðs og felur sviðinu að rýna hugmyndir um opnunartíma í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið klukkan 15:54
PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_1110.pdf