Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2021, mánudaginn 27. september, var haldinn 63. fundur Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Fundurinn var haldinn í Fjarfundi og hófst klukkan 15:57. Viðstödd voru . Fundarritari:
Þetta gerðist:
-
Lagðar fram tilnefningar Rithöfundasambands Íslands, dags. 24. september 2021, og Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO, dags. 21. september 2021, í dómnefnd vegna Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur árið 2022 - TRÚNAÐARMÁL.
Frestað -
Lögð fram bréf Bandalags íslenskra listamanna dags. 24. september 2021 og Hönnunarmiðstöðvar dags. 24. september 2021 með tilnefningum í ráðgefandi faghóp sem fjallar um styrki úr borgarsjóði á sviði menningarmála 2022.
Samþykkt. Trúnaðarmál þar til úthlutun styrkja hefur farið fram.- kl. 14.48 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum og tekur við fundarstjórn.
- kl. 14:49 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR og Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR. -
Rætt um heimsóknir fulltrúa ráðsins á starfsstaði ÍTR og MOF.
Samþykkt að sviðsstjórar ÍTR og MOF komi með tillögur að heimsóknum.- kl. 14.57 víkja Erling Jóhannesson, Huld Ingimarsdóttir, María Rut Reynisdóttir og Lilja Björk Björnsdóttir af fundinum og Helga Björnsdóttir tekur við fundarritun.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 8. sept. 2021 vegna styrkja til þeirra einstaklinga sem tóku þátt á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra í Japan.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 6. september 2021 vegna erindis Víkings um íþróttafulltrúa.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 17. september 2021 varðandi íþróttastarf í Vogabyggð og Höfðabyggð.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september þar sem vísað er til meðferðar ÍTR erindi Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur vegna Sundhallarinnar.
Fylgigögn
-
Rætt um styrkjahóp ÍTR.
Fundi slitið klukkan 14:43
PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_2709.pdf