Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 63

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 27. september, var haldinn 63. fundur Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Fundurinn var haldinn í Fjarfundi og hófst klukkan 15:57. Viðstödd voru . Fundarritari:

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram tilnefningar Rithöfundasambands Íslands, dags. 24. september 2021, og Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO, dags. 21. september 2021, í dómnefnd vegna Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur árið 2022 - TRÚNAÐARMÁL. 

    Frestað

  2. Lögð fram bréf Bandalags íslenskra listamanna dags. 24. september 2021 og Hönnunarmiðstöðvar dags. 24. september 2021 með tilnefningum í ráðgefandi faghóp sem fjallar um styrki úr borgarsjóði á sviði menningarmála 2022.

    Samþykkt. Trúnaðarmál þar til úthlutun styrkja hefur farið fram. 

    -    kl. 14.48 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum og tekur við fundarstjórn.

    -    kl. 14:49 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR og Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR.

  3. Rætt um heimsóknir fulltrúa ráðsins á starfsstaði ÍTR og MOF. 

    Samþykkt að sviðsstjórar ÍTR og MOF komi með tillögur að heimsóknum.

    -    kl. 14.57 víkja Erling Jóhannesson, Huld Ingimarsdóttir, María Rut Reynisdóttir og Lilja Björk Björnsdóttir af fundinum og Helga Björnsdóttir tekur við fundarritun.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 8. sept. 2021 vegna styrkja til þeirra einstaklinga sem tóku þátt á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra í Japan.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 6. september 2021 vegna erindis Víkings um íþróttafulltrúa.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 17. september 2021 varðandi íþróttastarf í Vogabyggð og Höfðabyggð.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september þar sem vísað er til meðferðar ÍTR erindi Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur vegna Sundhallarinnar.

    Fylgigögn

  8. Rætt um styrkjahóp ÍTR. 

Fundi slitið klukkan 14:43

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_2709.pdf