Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 62

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 13. september var haldinn 62. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Dalskóla og hófst hann kl. 13.37. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson formaður, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Katrín Atladóttir, Vigdís Hauksdóttir varamaður fyrir Baldur Borgþórsson og Örn Þórðarson varamaður fyrir Jórunni Pálu Jónasdóttur.  Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði, Lilja Björk Björnsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á  rekstrarniðurstöðu menningar- og ferðamálasviðs janúar – júní 2021. Trúnaðarmál 

    -    kl. 13:45 tekur Ellen Calmon sæti á fundinum.

  2. Fram fer kynning á fjárhagsramma menningar- og ferðamálasviðs og yfirferð á tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2022. Trúnaðarmál.

Fundi slitið klukkan 15:15

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_1309.pdf