Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 6

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2018, mánudaginn 22. október, var haldinn 6. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 13:30. Viðstödd voru: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Katrín Atladóttir, Björn Gíslason og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir, Inga María Leifsdóttir, Ómar Einarsson og Steinþór Einarsson.

Fundarritari var Helga Björnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á hátíðarhöldum vegna fullveldisafmælisins. RMF17120004

    Kolbrún Halldórsdóttir, verkefnisstjóri fullveldishátíðar 1. desember, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Lagt til að Sif Sigmarsdóttir verður formaður dómnefndar  vegna bókmennaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. RMF18090006

    Samþykkt.

  3. L

    Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 1. okt. 2018, þar sem tilkynnt er að Ingvar Sverrisson verði áheyrnarfulltrúi ÍBR á fundum menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og Frímann Ari Ferdinandsson til vara.

    Kl. 13:50 tekur Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR sæti sá fundinum.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf nefndar skóla- og frístundasviðs og Íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 11. október 2018, um frístundaakstur.

    Samþykkt að óska eftir kynningu á frístundaakstrinum.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf Frisbígolffélags Reykjavíkur, dags. 24. sept. 2018, vegna aðstöðu félagsins og starfsemi í Leirdal.

    Vísað til meðferðar sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram minnisblað vinnuhóps um mannréttindi í íþróttum frá 21. sept. 2018 ásamt niðurstöðum og tillögum vinnuhópsins frá 24. maí 2018.

    Samþykkt að vinnuhópurinn starfi áfram tímabilið 2018-2019.

    Kl. 14:38 tekur Arna Schram sæti á fundinn og Huld Ingimarsdóttir víkur af fundi.

    Kl. 15:02 víkur Ingvar Sverrisson af fundi.

    Menningar- og íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ráðið leggur áherslu á að vinna við þátttöku barna af erlendum uppruna einskorðist ekki við kynningarmál heldur verði einnig litið menningarlegra og efnahagslegra þátta, samstarfs við foreldra, og rýnt hvort eitthvað í móttöku barna af erlendum uppruna mætti betur fara.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um gjaldskrár 2019.

  8. Fram fer umræða um húsnæðismál Hins Hússins.

  9. Fram fer umræða um tjaldstæðismál í Laugardal.

Fundi slitið klukkan 15:24

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Sabine Leskopf