Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 59

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 14. júní var haldinn 59. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.31. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson formaður, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Ellen Calmon, Katrín Atladóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttur, Baldur Borgþórsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á drögum að menningarstefnu Reykjavíkurborgar.

    Signý Leifsdóttir sérfræðingur á Menningar- og ferðamálasviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Lagður fram samstarfssamningur um rekstur Iðnó.

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  3. Lagður fram samstarfssamningur við Mugg – tengslasjóð fyrir myndlistarmenn. 

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á uppgjöri Menningar- og ferðamálasviðs janúar – mars 2021.

  5. Lögð fram tillaga faghóps um úthlutun úr Úrbótasjóði.

    Elín Oddný Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Samþykkt.

    -    kl. 14:17 víkja Erling Jóhannesson, Huld Ingimarsdóttir og María Rut Reynisdóttir af fundi.

    -    kl. 14:18 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Frímann Ari Ferdinandsson.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra dags. 1. mars 2021 varðandi íþróttastarf í Vogabyggð og Ártúnshöfða.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2021 með ósk um umsögn ráðsins um erindi Fjölnis og Regins um uppbyggingu keppnisaðstöðu við Egilshöll. 

    ÍTR falið að koma með drög að umsögn fyrir næsta fund ráðsins.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. maí 2021 með ósk um umsögn ráðsins um drög að lýðheilsustefnu Reykjavíkur til 2030.

    ÍTR falið að koma með drög að umsögn fyrir næsta fund ráðsins.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. maí 2021 með ósk um umsögn ráðsins um tillögu SSH um Höfuðborgarkort.

    Frestað.  ÍTR falið að koma með minnisblað á næsta fund.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 8. júní 2021 vegna samnings við Fjölni um rekstur mannvirkja við Dalhús.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf fjármálastjóra ÍTR dags. 1. júní um innkaup yfir 1.0 mkr. á árinu 2021.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 21. apríl 2021 varðandi frjálsíþróttahöllina í Laugardal.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júní 2021 þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur.

    Frestað.  ÍTR falið að koma með minnisblað fyrir næsta fund.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 8. júní 2021 vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skíðalyftur í hverfum.

    Fylgigögn

  15. Lögð fram deiliskipulagstillaga um gervigrasvelli austan Laugardalsvallar.

    -    kl. 15:33 víkur Pawel Bartozek af fundi.

    Fylgigögn

  16. Rætt um Tjaldstæðið í Laugardal.

Fundi slitið klukkan 15:38

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

Líf Magneudóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_1406.pdf