Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 58

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 10. maí var haldinn 58. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.31. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Ellen Calmon, Katrín Atladóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttur, Baldur Borgþórsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála hjá menningar-, og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tilkynning dags. 5. maí 2021 um afgreiðslu borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnalaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi varðandi m.a. notkun fjarfundabúnaðar á fundum nefnda og ráða.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á Borgarleikhúsinu.  Jafnframt lagður fram til kynningar samningur um rekstur Borgarleikhússins, en hann rennur út 31. desember 2021.
    Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri og Kristín Ögmundsdóttir framkvæmdastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á markaðsverkefnum Höfuðborgarstofu.
    Gíslína Petra Þórarinsdóttir forstöðumaður situr fundinn undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á Viðey, hlutverk borgarinnar og næstu skref.
    Guðbrandur Benediktsson forstöðumaður Borgarsögusafns situr fundinn á þessum lið.

    -    kl. 14:40 víkja af fundi Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir og Erling Jóhannesson.

    -    kl. 14:40 tekur Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 29. apríl 2021 v. bókunar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða vegna íþrótta- og tómstundamála í borgarhlutanum.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2021. 
    Gerður Sveinsdóttir og Margrét Grétarsdóttir frá ÍTR sitja fundinn undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2021 með ósk um umsögn ráðsins um erindi Fjölnis og Regins um uppbyggingu keppnisaðstöðu í knattspyrnu við Egilshöll.

    Fylgigögn

  8. Fram fara kynningar Þróttar og Ármanns um hugmyndir þeirra um íþróttastarf í Voga- og Höfðabyggð. 
    Jón Þór Ólason framkvæmdastjóri Ármanns, Guðrún Harðardóttir formaður Ármanns, Finnbogi Hilmarsson formaður Þróttar, Gunnar Örn Guðmundsson varaformaður Ármanns og Eiður Ottó Bjarnason íþróttafulltrúi Ármanns sátu fundinn undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  9. Lögð fram gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavíkurborg.
    Samþykkt.  Fulltrúi miðflokksins situr hjá.

    Fulltrúi miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:

    Fulltrúi Miðflokksins lýsir yfir ánægju sinni með lækkaða verðskrá, en hugnast ekki handsömunargjald handsamaðra hunda.

    Fylgigögn

  10. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi tillögu:

    Lagt er til að kannað verði hvort einhver af lyftunum í skíðabrekkunum innan borgarinnar henti fyrir fjallahjól til sumarnotkunar.

    Samþykkt að óska eftir umsögn íþrótta- og tómstundasviðs.

Fundi slitið klukkan 15:55

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_1005.pdf