Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2021, mánudaginn 10. maí var haldinn 58. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.31. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Ellen Calmon, Katrín Atladóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttur, Baldur Borgþórsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála hjá menningar-, og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram tilkynning dags. 5. maí 2021 um afgreiðslu borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnalaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi varðandi m.a. notkun fjarfundabúnaðar á fundum nefnda og ráða.
Fylgigögn
- 1b_tillaga_framlenging.pdf
- 1c_354-2021.pdf
- 1d_auglysing_um_leidbeiningar_um_notkun_fjarfundarbunadar_6.pdf
- fw_heimildir_til_fravika_fra_skilyrdum_sveitarstjornarlaga_vegna_neydarastands_i_sveitarfelagi_-_notkun_fjarfundabunadar_o.fl_.pdf
- 1a_heimildir_til_fravika_fra_skilyrdum_sveitarstjornarlaga.pdf
-
Fram fer kynning á Borgarleikhúsinu. Jafnframt lagður fram til kynningar samningur um rekstur Borgarleikhússins, en hann rennur út 31. desember 2021.
Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri og Kristín Ögmundsdóttir framkvæmdastjóri sitja fundinn undir þessum lið.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á markaðsverkefnum Höfuðborgarstofu.
Gíslína Petra Þórarinsdóttir forstöðumaður situr fundinn undir þessum lið.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Viðey, hlutverk borgarinnar og næstu skref.
Guðbrandur Benediktsson forstöðumaður Borgarsögusafns situr fundinn á þessum lið.- kl. 14:40 víkja af fundi Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir og Erling Jóhannesson.
- kl. 14:40 tekur Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 29. apríl 2021 v. bókunar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða vegna íþrótta- og tómstundamála í borgarhlutanum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2021.
Gerður Sveinsdóttir og Margrét Grétarsdóttir frá ÍTR sitja fundinn undir þessum lið.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2021 með ósk um umsögn ráðsins um erindi Fjölnis og Regins um uppbyggingu keppnisaðstöðu í knattspyrnu við Egilshöll.
Fylgigögn
-
Fram fara kynningar Þróttar og Ármanns um hugmyndir þeirra um íþróttastarf í Voga- og Höfðabyggð.
Jón Þór Ólason framkvæmdastjóri Ármanns, Guðrún Harðardóttir formaður Ármanns, Finnbogi Hilmarsson formaður Þróttar, Gunnar Örn Guðmundsson varaformaður Ármanns og Eiður Ottó Bjarnason íþróttafulltrúi Ármanns sátu fundinn undir þessum lið.Fylgigögn
-
Lögð fram gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavíkurborg.
Samþykkt. Fulltrúi miðflokksins situr hjá.Fulltrúi miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Miðflokksins lýsir yfir ánægju sinni með lækkaða verðskrá, en hugnast ekki handsömunargjald handsamaðra hunda.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að kannað verði hvort einhver af lyftunum í skíðabrekkunum innan borgarinnar henti fyrir fjallahjól til sumarnotkunar.
Samþykkt að óska eftir umsögn íþrótta- og tómstundasviðs.
Fundi slitið klukkan 15:55
PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_1005.pdf