Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 56

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 12. apríl var haldinn 56. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.30. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Ellen Calmon, Katrín Atladóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Baldur Borgþórsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram greinargerð matsnefndar um útleigu á Iðnó, en í matsnefndinni sátu Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, og Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. RMF21010003
    Framhaldsumræða og niðurstaða á næsta fundi.

  2. Rætt um val á Borgarlistamanni 2021. 
    Framhaldsumræða og niðurstaða á næsta fundi.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á ársuppgjöri menningar- og ferðamálasviðs fyrir árið 2020. RMF20080006 – trúnaðarmál.

    -    Kl.  14:44  víkja Arna Schram, Sif Gunnarsdóttir og Erling Jóhannesson af fundi.

    -    Kl. 14:44 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Andrés B Andreasen. 

  4. Lagt fram bréf fjármálastjóra ÍTR dags. 7 apríl 2021 vegna innkaupa ÍTR og ferðakostnaðar 2020. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 24. mars 2021 vegna bókunar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða um íþrótta- og tómstundamál í borgarhlutanum.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram eftirfarandi bókun:

    Ráðið þakkar erindið. Fram hefur komið að nýting á frístundakortinu er lægri í miðborginni en í mörgum öðrum hverfum. Ráðið tekur undir mikilvægi þess að tryggja gott og fjölbreytt aðgengi barna að íþróttum í öllum hverfum. Eðlilegt er að rýna málið innan ÍTR og ræða í kjölfarið mögulegar lausnir í samráði við íþróttafélög á svæðinu.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf Dansfélagsins Bíldshöfða dags. 20. mars 2021 með ósk um styrk vegna endurbóta á húsnæði félagsins.
    Erindið hlýtur ekki stuðning og félaginu bent á að sækja um í styrkjapott Reykjavíkurborgar í haust.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf Tónlistarfélags Árbæjar dags. í mars 2021 með ósk um áframhaldandi samstarf við Reykjavíkurborg og endurnýjun á samningi.
    Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf mannréttindastjóra Reykjavíkur dags. 17. mars 2021 vegna jafnréttisúttektar á þremur íþróttafélögum.

    Fylgigögn

  9. Fram fer kynning á ársuppgjöri íþrótta- og tómstundasviðs vegna 2020 - trúnaðarmál

Fundi slitið klukkan 15:44

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_1204.pdf