Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2021, mánudaginn 8. mars var haldinn 54. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.32. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 um heimildir til frávika um notkunar fjarfundabúnaðar. Heimildin gildir til 30. apríl 2021.
Fylgigögn
-
Lagt fram afrit af bréfi bréf borgarstjóra til borgarráðs dags. 1. mars 2021 vegna tillögu um íþróttastarf í Voga- og Höfðahverfi.
Frestað.- kl. 13:40 tók Ingvar Sverrisson ÍBR sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 1. febrúar 2021 vegna styrkja til íþrótta- og æskulýðsfélaga vegna viðhalds mannvirkja.
Samþykkt. -
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir umsögn Íþrótta- og tómstundasviðs vegna erindis Íþróttafélagsins Leiknis dags. 19. október 2020 um fimleika- og danshús í Breiðholti.
Jafnframt lögð fram umsögn ÍBR dags. 23. febrúar 2021 um málið.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram afrit af bréfi skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. febrúar 2021 vegna aðstöðumála Þróttar og Ármanns – viljayfirlýsing.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningar-, íþrótta og tómstundaráð fagnar viljayfirlýsingu milli Reykjavíkurborgar, Þróttar og Ármanns vegna aðstöðumála félaganna í Laugardal. Verkefnin sem sneru að gervigrasvöllum og aðstöðu fyrir inniíþróttagreinar röðuðust mjög ofarlega í forgangsröðunarvinnu borgarinnar og ÍBR og mikilvægt er að þeirri forgangsröðun verði fylgt eftir við ákvörðun fjárfestinga í mikilvægum íþróttainnviðum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf frá Skíðagöngufélaginu Ulli dags. 8. febrúar 2021 vegna aðstöðu fyrir skíðagöngufólk í Bláfjöllum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Frisbígolfsfélags Reykjavíkur dags. 16. febrúar 2021 vegna aðstöðumála fyrir frisbígolf í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Hjólabrettafélags Reykjavíkur dags. 3. mars 2021 vegna inniaðstöðu félagsins.
Fylgigögn
-
Rætt um alþjóðlegt rafíþróttamót sem fram fer í Laugardalshöll í maí 2021 og aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir á sama tíma.
- kl. 14:48 víkur sviðsstjóri ÍTR af fundinum.
-
Lagt fram minnisblað ÍTR dags. 12. febrúar 2021 um sumarstörf fyrir ungt fólk.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 3. febrúar 2021 þar sem fram kemur að tillögu félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem lögð var fram á fundi öldungaráðs 1. febrúar 2021 um heilsueflingu aldraðra hafi verið vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundasviðs. Jafnframt lagt fram minnisblað ÍBR dags. 22. janúar 2021 um heilsueflingu eldri borgara.
Vísað til ÍBR og ÍTR til frekari umfjöllunar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Gufunesbæjar dags. 22. febrúar 2021 vegna vetrargarðs í Breiðholti og skíðasvæðis í Ártúnsbrekku.
Vísað til ÍTR og USK til skoðunar.Fylgigögn
-
Lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra til borgarráðs dags. 28. janúar 2021 vegna tíma- og verkáætlunar vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2022-2026.
Fylgigögn
-
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi tillögu:
Ylströndin við Nauthólsvík er rúmlega 20 ára gömul. Hún nýtur mikilla og sívaxandi vinsælda. Nú er svo komið að jafnvel á köldum vetrardögum er heiti potturinn sem þar er pakkfullur. Á sumrin er þröngt á þingi í búningsklefum. Ástæða er til að skoða ýmsa þætti í rekstrinum svo ylströndin geti annað mikilli aðsókn. Gestir á Ylströndinni kalla eftir lengri opnunartíma einnig er kallað eftir útiklefa til fataskipta. Þá þarf að huga að betra aðgengi fyrir alla. - Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð felur íþrótta- og tómstundasviði að koma með tillögur að úrbótum þannig að Ylströndin geti annað betur þeirri auknu aðsókn sem er í þessa útivistar- og heilsuperlu.
Samþykkt.
- kl. 15:15 vék Hjálmar Sveinsson af fundi og Pawel Bartoszek tók við fundarstjórn.
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_0803.pdf