Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 54

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 8. mars var haldinn 54. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.32. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:  Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 um heimildir til frávika um notkunar fjarfundabúnaðar. Heimildin gildir til 30. apríl 2021.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram afrit af bréfi bréf borgarstjóra til borgarráðs dags. 1. mars 2021 vegna tillögu um íþróttastarf í Voga- og Höfðahverfi.
    Frestað.

    -    kl. 13:40 tók Ingvar Sverrisson ÍBR sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 1. febrúar 2021 vegna styrkja til íþrótta- og æskulýðsfélaga vegna viðhalds mannvirkja.
    Samþykkt. 

  4. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir umsögn Íþrótta- og tómstundasviðs vegna erindis Íþróttafélagsins Leiknis dags. 19. október 2020 um fimleika- og danshús í Breiðholti. 
    Jafnframt lögð fram umsögn ÍBR dags. 23. febrúar 2021 um málið.
    Frestað. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram afrit af bréfi skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. febrúar 2021 vegna aðstöðumála Þróttar og Ármanns – viljayfirlýsing.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Menningar-, íþrótta og tómstundaráð fagnar viljayfirlýsingu milli Reykjavíkurborgar, Þróttar og Ármanns vegna aðstöðumála félaganna í Laugardal. Verkefnin sem sneru að gervigrasvöllum og aðstöðu fyrir inniíþróttagreinar röðuðust mjög ofarlega í forgangsröðunarvinnu borgarinnar og ÍBR og mikilvægt er að þeirri forgangsröðun verði fylgt eftir við ákvörðun fjárfestinga í mikilvægum íþróttainnviðum.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf frá Skíðagöngufélaginu Ulli dags. 8. febrúar 2021 vegna aðstöðu fyrir skíðagöngufólk í Bláfjöllum.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf Frisbígolfsfélags Reykjavíkur dags. 16. febrúar 2021 vegna aðstöðumála fyrir frisbígolf í Reykjavík.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf Hjólabrettafélags Reykjavíkur dags. 3. mars 2021 vegna inniaðstöðu félagsins.

    Fylgigögn

  9. Rætt um alþjóðlegt rafíþróttamót sem fram fer í Laugardalshöll í maí 2021 og aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir á sama tíma.

    -    kl. 14:48 víkur sviðsstjóri ÍTR af fundinum.

  10. Lagt fram minnisblað ÍTR dags. 12. febrúar 2021 um sumarstörf fyrir ungt fólk.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 3. febrúar 2021 þar sem fram kemur að tillögu félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem lögð var fram á fundi öldungaráðs 1. febrúar 2021 um heilsueflingu aldraðra hafi verið vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundasviðs. Jafnframt lagt fram minnisblað ÍBR dags. 22. janúar 2021 um heilsueflingu eldri borgara.
    Vísað til ÍBR og ÍTR til frekari umfjöllunar.
     

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf Gufunesbæjar dags. 22. febrúar 2021 vegna vetrargarðs í Breiðholti og skíðasvæðis í Ártúnsbrekku.
    Vísað til ÍTR og USK til skoðunar.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra til borgarráðs dags. 28. janúar 2021 vegna tíma- og verkáætlunar vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2022-2026.

    Fylgigögn

  14. Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi tillögu:

    Ylströndin við Nauthólsvík er rúmlega 20 ára gömul. Hún nýtur mikilla og sívaxandi vinsælda. Nú er svo komið að jafnvel á köldum vetrardögum er heiti potturinn sem þar er pakkfullur. Á sumrin er þröngt á þingi í búningsklefum. Ástæða er til að skoða ýmsa þætti í rekstrinum svo ylströndin geti annað mikilli aðsókn. Gestir á Ylströndinni kalla eftir lengri opnunartíma einnig er kallað eftir útiklefa til fataskipta. Þá þarf að huga að betra aðgengi fyrir alla. - Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð felur íþrótta- og tómstundasviði að koma með tillögur að úrbótum þannig að Ylströndin geti annað betur þeirri auknu aðsókn sem er í þessa útivistar- og heilsuperlu.

    Samþykkt.

    -    kl. 15:15 vék Hjálmar Sveinsson af fundi og Pawel Bartoszek tók við fundarstjórn.
     

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_0803.pdf