No translated content text
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2021, mánudaginn 8. febrúar var haldinn 53. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.32. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 22. janúar 2021 þar sem fram kemur að Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir taki sæti Jórunnar Pálu Jónasdóttur í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Jafnframt var samþykkt að Egill Þór Jónsson taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Ragnhildar. 2018080003. RMF18060004.
Fylgigögn
-
Lögð fram skýrsla ÍSÍ um þjóðarleikvanga. 2020120004.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 1. febrúar 2021 vegna styrkja til viðhalds íþrótta- og æskulýðsmannvirkja. 2020100011I
Frestað.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um framkvæmdir á skíðasvæðum.
-
Fram fer umræða um Sundhöllina. 2021020002
- kl. 13:58 víkja Ingvar Sverrisson, Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Helga Björnsdóttir af fundinum.
- kl. 13.58 taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði Arna Schram sviðsstjóri MOF, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála MOF, Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála MOF, Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL og Arna Kristín Sigfúsdóttir verkefnastjóri MOF sem tekur við ritun fundargerðar.
-
Aflétt trúnaði af afgreiðslu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs vegna styrkja ráðsins á sviði menningarmála 2021 sem lögð var fram og bókuð í trúnaðarbók ráðsins á fundi þess 25. janúar sl., ásamt greinargerð faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar dags. 20. janúar 2021. RMF20100001.
Svohljóðandi tillaga var lögð fram:
Gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2021, 2022 og 2023 við eftirtalda aðila með árlegu framlagi með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlunum 2022-2023:
4 m.kr. Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík
3,5 m.kr. Jazzhátíð Reykjavíkur
3 m.kr. Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu
2 m.kr. CAPUT
2 m.kr. Kammersveit Reykjavíkur
1 m.kr. Harbinger sýningarrýmiGerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2021 og 2022 við eftirtalda aðila með árlegu framlagi með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2022:
2 m.kr. UNGI og EGGIÐ - Alþjóðleg sviðslistahátíð ASSITEJ
1,8 m.kr. Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu
1,5 m.kr. List án landamæra - listahátíð fatlaðra
1,5 m.kr. Myndhöggvarafélagið í ReykjavíkListhópur Reykjavíkur 2021:
UNGI og EGGIÐ - Alþjóðleg sviðslistahátíð ASSITEJ
Styrkir til verkefna árið 2021:
4 m.kr. Stockfish Film Festival & Industry Days 2021
1,8 m.kr. Lókal, alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík
1,5 m.kr. Listvinafélag Hallgrímskirkju
1,3 m.kr. Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. – Design Talks 2021
1 m.kr. Kammerhópurinn Nordic Affect
1 m.kr. Hreyfimyndahátíð, kvikmyndahátíð fyrir stuttmyndir, ljóðmyndir,
myndverk og heimildarmyndir
1 m.kr. Utan Lands – Gallery Port
1 m.kr. Reykjavík Ensemble International Theatre Company
1 m.kr. Menningarfélagið Hneykslist – RVK Fringe
800.000 kr. Gjörningaklúbburinn – Kántrýsinfónía
750.000 kr. Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2021
750.000 kr. Ramskram ljósmyndagallerí - sýningarrými
700.000 kr. Pálína frá Grund ehf – Gestaboð Babette
700.000 kr. Starf Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins 2021
500.000 kr. Aulos félagasamtök - WindWorks / VindVerk tónlistarhátið
500.000 kr. Íslensk grafík – Rafræn grafík og miðlun
500.000 kr. Undur og stórmerki slf. – Dagur í lífi
500.000 kr. Leirlistafélag Íslands 40 ára árið 2021
500.000 kr. Andrea Elín Vilhjálmsdóttir – Plöntutíð
500.000 kr. Upptakturinn 2021 – tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna
500.000 kr. SÍM – Alþjóðlegur dagur myndlistar 2021
500.000 kr. EP, félagasamtök – Haukur og Lilja
500.000 kr. Sólfinna ehf – Freyjufest
500.000 kr. Júlíanna Ósk Hafberg – Harmónía
500.000 kr. Antonia Bergthorsdottir – FLÆÐI
500.000 kr. ÓNÆM, félagasamtök – IMMUNE/ÓNÆM
500.000 kr. Kór Langholtskirkju – Jóhannesarpassían eftir J.S. Bach
500.000 kr. Shakespeare og Leikhúslistarkonur 50+
500.000 kr. Ævar Þór Benediktsson – Forspil að framtíð
500.000 kr. Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. – Studio 2020
500.000 kr. Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr – Norrænt í alþjóðlegu samhengi frh.
500.000 kr. Sumartónleikar Kammersveitarinnar Elju
500.000 kr. Lúðrasveit verkalýðsins
500.000 kr. Nína Sigríður Hjálmarsdóttir – I Should Have a Party for All The Thoughts I Didn't Say
500.000 kr. Kvennakórinn Vox Feminae – Tónleikar og hljóðritun kvennakóraverka
500.000 kr. Helgi Rafn Ingvarsson – Þögnin
500.000 kr. Raflistafélag Íslands – Raflost 2021
500.000 kr. ErkiTíð 2021
500.000 kr. Rósa Ómarsdóttir – Ólgur
500.000 kr. Sviðslistahópurinn 16 elskendur – Getur einhver hjálpað mér?
500.000 kr. Sandra Sano Erlingsdóttir – Dans Afríka Barakan Festival Iceland
500.000 kr. Spindrift Theatre – ÞEIR
500.000 kr. Lúðrasveit Reykjavíkur
500.000 kr. Lúðrasveitin Svanur
400.000 kr. Pamela De S. Kristbjargardóttir – Börnin tækla tónskáldin 2021
400.000 kr. Félag íslenskra landslagsarkitekta - Arkitektúr og lýðheilsa
400.000 kr. Listafélagið Klúbburinn
400.000 kr. 29. starfsár Camerarctica 2021
400.000 kr. Dansgarðurinn – Mjóddamamma - skapandi vinnustofur
400.000 kr. Wioleta Anna Ujazdowska – little book of cooking stories
400.000 kr. Leikfélagið Annað svið – ÞAÐ SEM ER - eftir Peter Asmussen
400.000 kr. Sunna Dís Másdóttir – Orðskjálfti
400.000 kr. Auður Gunnarsdóttir – Ljóðið lifi! - Ljóðahátíð í Hannesarholti
300.000 kr. Sigurður Atli Sigurðsson – Vinnustofa Prents & vina
300.000 kr. Arnar Már Jónsson – AMJ - Opin vinnustofa
300.000 kr. Ísak Ríkharðsson – Ballett á tunglinu
300.000 kr. Aude Maina Anne Busson – Manndýr fyrir fötluð börn
300.000 kr. Andrea Elín Vilhjálmsdóttir - Slysó
300.000 kr. Íris Stefanía Skúladóttir – Þetta skiptir sköpum
300.000 kr. Guðlaug Mía Eyþórsdóttir – Blái vasinn
300.000 kr. Sólveig Guðmundsdóttir – Eikartréð
300.000 kr. Leikfélagið Hugleikur – Hverfisleikhús við Langholtsveg
300.000 kr. Erla Rut Mathiesen – Óður til Dansgólfs - Portrett
300.000 kr. Barnamenningarfélagið Skýjaborg – Vera og vatnið - ný upptaka
300.000 kr. Pétur Eggertsson – GEIGEN - sjónræn hljómplata
300.000 kr. Brassband Reykjavíkur
300.000 kr. Olga Soffía Bergmann – Gallerí Undirgöng
300.000 kr. Akarn ehf. – SPLÆS
300.000 kr. Hallveig Rúnarsdóttir – Síminn eftir Gian Carlo Menotti
300.000 kr. Laufey Sigrún Haraldsdóttir – Töfrandi heimur flyglanna
300.000 kr. Áhugafélagið Díó – Saga biðraða á Íslandi
300.000 kr. Félag íslenskra tónlistarmanna – Klassík í Vatnsmýrinni
300.000 kr. Textílfélagið – Textill í núinu!
300.000 kr. Íslenska Myndasögusamfélagið – Almenn starfsemi
300.000 kr. Dudo ehf. - (Virtual) Iceland Writers Retreat
300.000 kr. Þórey Mjallhvít H Ómarsdóttir – Frenjan
300.000 kr. Passport Miðlun ehf. – Korter yfir sjö
300.000 kr. Halaleikhópurinn – Endurnýjun aðstöðu til leiksýninga
300.000 kr. Helgi Jónsson – Glatkistan – tónlistarvefur
200.000 kr. Jóhann Ludwig Torfason – Hjarta Reykjavíkur
200.000 kr. Kolfinna Nikulásdóttir – Fjórar kynslóðir
200.000 kr. Egle Sipaviciute – Ungleikur 2021
200.000 kr. Jónas Hauksson – Doomcember
200.000 kr. Gunnar Kvaran – Töframáttur tónlistarSamþykkt.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þakkar fagnefnd um styrki á sviði menningarmála fyrir framlagða greinargerð. Ljóst er að verkefnið er umfangsmikið enda margar umsóknir um styrki. Tillögurnar endurspegla mikla fjölbreytni og metnað og eru til þess fallnar að styrkja metnaðarfullt starf sem glæðir borgina menningu og lífi.
Formaður ráðgefandi faghóps um styrki ráðsins á sviði menningarmála tók sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Aflétt trúnaði af skipan í ráðgefandi faghóp um styrki úr borgarsjóði til menningarmála 2021 sem samþykkt var á fundi ráðsins 12. október 2020. Trúnaður ríkti um skipanina sem nú er aflétt í kjölfar úthlutunar styrkja árið 2021. RMF20100001.
Í faghópnum sátu fyrir hönd Bandalags íslenskra listamanna Gunnar Gunnsteinsson leikari, Sigurlín Bjarney Gísladóttir rithöfundur, Snorri Sigurðarson tónlistarmaður og Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarkona, og fyrir hönd Hönnunarmiðstöðvar Íslands Snæfríð Þorsteins grafískur hönnuður sem einnig var formaður hópsins.
Fylgigögn
-
Lagðir fram samstarfssamningar til þriggja ára 2021-2023 við Bókmenntahátíð í Reykjavík, Caput tónlistarhóp, Harbinger sýningarrými, Jazzhátíð Reykjavíkur, Kammersveit Reykjavík og Stórsveit Reykjavíkur. RMF21020006.
Jafnframt lagðir fram samstarfssamningar til tveggja ára 2021-2022 við ASSITEJ, List án landamæra, Múlann jazzklúbb og Myndhöggvarafélag Reykjavíkur. RMF21020007.Samþykkt. Vísað til borgarráðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 28. janúar 2021, ásamt fylgiskjölum. RMF21020001.
Lagt er til að íbúaráðum í samráði við menningar-, íþrótta- og tómstundaráð verði falið að útfæra 17. júní hátíðarhöld í öllum hverfum borgarinnar.
Frestað.
Fylgigögn
-
Lagt fram til kynningar trúnaðarmerkt bréf sviðsstjóra MOF dags. 3. febrúar 2021 um skipan matsnefndar vegna útleigu á Iðnó. Trúnaður ríkir um skipan í nefndina þar til rekstraraðili hefur verið valinn. RMF21010003.
-
Lagt fram til kynningar bréf stjórnar Rithöfundasambands Íslands dags. 28. janúar 2021, með tilnefningu Eyþórs Árnasonar í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Dómnefndin því fullskipuð, sbr. lið 5 í fundargerð ráðsins frá 25. janúar 2021 þar sem samþykkt var að Sif Sigmarsdóttir og Guðrún Sóley Gestsdóttir tækju sæti í dómnefndinni. RMF21010008.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga sviðsstjóra MOF dags. 4. febrúar 2021 um skipan í verkefnastjórn Barnamenningarhátíðar 2021. RMF21020003.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. febrúar 2021 þar sem fram kemur að tillaga borgarstjórnar um heimild til að nota fjarfundabúnað á fundum ráðsins hafi verið framlengt til 10. mars 2021. RMF20040001.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:49
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_0802.pdf