Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 52

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 25. janúar var haldinn 52. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.34. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði og Arna Kristín Sigfúsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Gerð er grein fyrir slysi sem varð í Sundhöll Reykjavíkur sl. fimmtudag, 21. janúar 2021, með þeim afleiðingum að maður lést. 

    -    Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  2. Lögð fram tillaga að afgreiðslu styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á sviði menningarmála samkvæmt tillögu faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Einnig lögð fram greinargerð faghópsins dags. 20. janúar 2021. Tillagan er færð í trúnaðarbók ráðsins og eru öll gögn þess trúnaðarmerkt. RMF20100001.

    Samþykkt. Trúnaði um styrkveitingar verður aflétt við formlega úthlutun styrkjanna í febrúar 2021. 

    Formaður ráðgefandi faghóps um styrki ráðsins á sviði menningarmála tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þakkar fagnefnd um styrki á sviði menningarmála fyrir framlagða greinargerð. Ljóst er að verkefnið er umfangsmikið enda margar umsóknir um styrki. Tillögurnar endurspegla mikla fjölbreytni og metnað og eru til þess fallnar að styrkja metnaðarfullt starf sem glæðir borgina menningu og lífi.

  3. Lagt fram til samþykktar matsblað fyrir útleigu á Iðnó. Fram fer umræða um matsblaðið. RMF21010003.

    Ráðið leggur fram tillögu um að leiguverðið (liður 5) vegi 25% af heildarmati og hinir þættirnir fimm vegi 15% hver. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 18. janúar 2021. RMF20010006.

    Með vísan í erindi safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, frá 7. janúar 2021 er lagt til að listfræðingurinn Aldís Arnardóttir verði skipuð í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur til næstu tveggja ára.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagt til að Sif Sigmarsdóttir og Guðrún Sóley Gestsdóttir taki sæti í dómnefnd vegna Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar fyrir hönd menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. RMF21010008.

    Samþykkt. 

    -    Kl. 14:32 víkja Hjálmar Sveinsson og Arna Schram af fundinum. Pawel Bartoszek tekur við fundarstjórn.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tímum Covid-19. RMF20010004.

    -    Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:56

Pawel Bartoszek Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_2501.pdf