Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2021, mánudaginn 11. janúar var haldinn 51. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.30.
Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Jórunni Pálu Jónasdóttur, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði og Arna Kristín Sigfúsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Listahátíð í Reykjavík. RMF21010001.
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Listahátíð í Reykjavík fyrir árin 2021-2023.
Samþykkt.- Vigdís Jakobsdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Dansverkstæðinu. RMF21010002.
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Dansverkstæðið fyrir árin 2021-2023.
Samþykkt.- Tinna Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka um danshús tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að auglýsingu vegna útleigu á Iðnó. Fram fer umræða um auglýsinguna. RMF21010003.
Samþykkt og sviðsstjóra MOF falið að birta auglýsinguna með þeim orðalagsbreytingum sem lagðar voru til á fundinum.- kl. 14:49 víkja Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Sif Gunnarsdóttur og Arna Kristín Sigfúsdóttir af fundinum.
- kl. 14:50 taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR og Helga Björnsdóttir hjá ÍTR sem tekur við fundarritun.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 21. desember 2020 vegna vinabæjarráðstefnu um íþróttamál haustið 2022 í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Rætt um undanþágubeiðnir sem borist hafa vegna Frístundakortsins.
-
Lagt fram bréf velferðarráðs dags. 22. desember 2020 vegna ábendinga vegna gjaldskrármála í tengslum við aðgerðaráætlun stýrihóps um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra.
Fylgigögn
- 7._itr_22._desember_2020.pdf
- 7._fylgiskjal_1_med_skyrslu_um_sarafataekt_gjaldskrar.docx.pdf
- fylgiskjal_2._yfirlit_yfir_urraedi_med_born.xlsx
- fylgiskjal_3_virkni_og_endurhaefingarurraedi.pdf
- fylgiskjal_4_bref_velferdarvaktarinnar_til_formanns_velferdarrads.pdf
- adgerdaraaetlun.sarafataekt.4._november.pdf
-
Lagt fram bréf UMFK dags. 4. janúar 2021 vegna aðstöðumála félagsins í íþróttahúsi Klébergsskóla. Vísað til meðferðar hjá skóla- og frístundasviði og umhverfis- og skipulagssviði.
Fylgigögn
-
Rætt um styttingu vinnuvikunnar hjá ÍTR.
-
Rætt um stöðuna hjá ÍTR vegna Covid-19.
Fundi slitið klukkan 15:40
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_1101.pdf