Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 51

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 11. janúar var haldinn 51. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.30.

Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Jórunni Pálu Jónasdóttur, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:  Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði og Arna Kristín Sigfúsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Listahátíð í Reykjavík. RMF21010001.

    Lögð fram drög að samstarfssamningi við Listahátíð í Reykjavík fyrir árin 2021-2023.

    Samþykkt.

    -    Vigdís Jakobsdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

     

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á Dansverkstæðinu. RMF21010002.

    Lögð fram drög að samstarfssamningi við Dansverkstæðið fyrir árin 2021-2023.

    Samþykkt.

        - Tinna Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka um danshús tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að auglýsingu vegna útleigu á Iðnó. Fram fer umræða um auglýsinguna. RMF21010003.

    Samþykkt og sviðsstjóra MOF falið að birta auglýsinguna með þeim orðalagsbreytingum sem lagðar voru til á fundinum.

    -    kl. 14:49 víkja Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Sif Gunnarsdóttur og Arna Kristín Sigfúsdóttir af fundinum.

    -    kl. 14:50 taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR og Helga Björnsdóttir hjá ÍTR sem tekur við fundarritun.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 21. desember 2020 vegna vinabæjarráðstefnu um íþróttamál haustið 2022 í Reykjavík.

    Fylgigögn

  5. Rætt um undanþágubeiðnir sem borist hafa vegna Frístundakortsins.

  6. Lagt fram bréf velferðarráðs dags. 22. desember 2020 vegna ábendinga vegna gjaldskrármála í tengslum við aðgerðaráætlun stýrihóps um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf UMFK dags. 4. janúar 2021 vegna aðstöðumála félagsins í íþróttahúsi Klébergsskóla.  Vísað til meðferðar hjá skóla- og frístundasviði og umhverfis- og skipulagssviði.

    Fylgigögn

  8. Rætt um styttingu vinnuvikunnar hjá ÍTR.

     

  9. Rætt um stöðuna hjá ÍTR vegna Covid-19.

Fundi slitið klukkan 15:40

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_1101.pdf