Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 50

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 14. desember var haldinn 50. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.32. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Jórunni Pálu Jónasdóttur, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:  Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tillaga styrkjahóps ÍTR um styrki ráðsins 2021.
    Samþykkt og sent til kynningar í borgarráð.

  2. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra ÍTR dags. 8. desember 2020 um styrktarsamninga  á vegum MÍT og ÍTR.

    Fulltrúar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skoðað verði að styrkjapottur og núverandi samstarfssamningar verði sameinaðir í einn sjóð. Heimilt verði að gera samstarfssamninga til 2 og 3 þriggja ára við þá sem sækja um það sérstaklega.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 25. nóv. 2020 vegna samþykktar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og ofbeldisvarnarnefndar um vitundarátak gegn fordómum, áreitni og ofbeldi.

    Fylgigögn

  4. Rætt um Vetrargarð í Seljahverfi.

    -    Kl. 14:12 víkja Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Helga Björnsdóttir af fundinum.
    -    Kl. 14:12 taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs og Arna Kristín Sigfúsdóttir verkefnastjóri á menningar- og ferðamálasviði sem tekur við fundarritun.

  5. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir streymisstyrki úr úrbótasjóði tónleikastaða fyrir desember 2020. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á árshlutauppgjöri menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar-september 2020.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram til afgreiðslu stefna Borgarbókasafnsins 2021-2024.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúi Miðflokksins greiðir atkvæði gegn stefnunni og leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í framlagðri stefnu Borgarbókasafnsins fyrir árin 2021-2024 er slegið föstu að ráðist verði í afar kostnaðarsamar endurbætur á húsnæði bókasafnsins í Grófarhúsi. Kostnaðaráætlun hljómar upp á 4,4 milljarðar en eins og dæmin sýna er líklegt að sú tala hækki umtalsvert. Að auki mun bætast við verulegur kostnaður vegna flutnings á starfsemi Borgarskjalasafns sem nú er í hluta húsnæðisins og þarf að víkja. Kostnaður vegna þess er óþekktur og getur numið verulegum fjárhæðum. Því verður að teljast ámælisvert að fulltrúar meirihlutans í borgarráði hafi afgreitt málið án þess að svo mikilvægar upplýsingar lægju fyrir. Af þessum ástæðum og miðað við fjárhagsstöðu borgarinnar í dag auk síversnandi lánakjara sem borginni bjóðast telur fulltrúi Miðflokks afar óábyrgt að halda til streitu slíkum áformum. Fulltrúi Miðflokksins mun af þessum ástæðum greiða atkvæði gegn fyrirliggjandi stefnu Borgarbókasafnsins.

    Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri miðlunar og upplýsinga taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram til kynningar umsögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, dags. 19.11.2020 vegna athugasemda Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík við samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram til kynningar tilnefningar í dómnefnd Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:05

Hjálmar Sveinsson Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
mit_1412.pdf