Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2018, mánudaginn 8. október var haldinn 5. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Hreindís Ylfa Garðarsdóttir, Katrín Atladóttir, Björn Gíslason og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram, Steinþór Einarsson og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf Rithöfundasambands Íslands dags. 1. október 2018, með tilnefningu Þórarins Eldjárn í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019. Lagt til að Sif Sigmarsdóttir og Börkur Gunnarsson taki sæti í dómnefndinni sem fulltrúar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs ásamt Þórarni. RMF18090006
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um aðgerðaáætlun menningarstefnu. RMF17100007
Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Hinsegin dögum 2018. RMF16080010
Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, Karen Ósk Magnúsdóttir, gjaldkeri Hinsegin daga, og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á Menningarnótt 2018. Einnig er lögð fram greinargerð um Menningarnótt 2018, dags 5. október 2018. RMF18020012
Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi Borgarbókasafnsins og verkefnum komandi árs. RMF18050003
Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á starfsemi Listasafns Reykjavíkur og verkefnum komandi árs. RMF18050003
Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á starfsemi Borgarsögusafns Reykjavíkur og verkefnum komandi árs. RMF18050003
Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga menningar- íþrótta- og tómstundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að fjölmenningarhátíð sem haldinn hefur verið árlega um árabil sameinist menningarnótt þannig að fjölmenningarhátíðin verði hluti af dagskrá hennar en sé ekki sérviðburður eins og verið hefur. Þannig yrði hátíðinni jafnvel gert hærra undir höfði og samræmist vel hugmyndum um gagnkvæma aðlögun. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð, Mannréttinda- og lýðræðisráð og menningar- og ferðamálasvið hafi samráð um að móta tillögur um hvernig best verði að því staðið að aðlaga fjölmenningarhátíðina dagskrá menningarnætur.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 16:07
Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson