Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2020, mánudaginn 23. nóvember var haldinn 48. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.32. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Jórunni Pálu Jónasdóttur, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL, Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs og Arna Kristín Sigfúsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálsviði sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram að nýju til afgreiðslu bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 5. nóvember 2020 ásamt minnisblaði verkefnastjóra Tónlistarborgarinnar um úrbótasjóð tónleikastaða dags. 30. október 2020. RMF19080009.
Samþykkt að kalla eftir umsóknum um styrki í úrbótasjóð tónleikastaða fyrir næsta ár. Einnig að komið verði til móts við ósk um lækkun mótframlags styrkþega. Sviðið gerir tillögu að breytingu á reglum þar um.
Faghópi falið að koma með tillögu að því hvernig ónýttum fjármunum vegna ársins 2020 verði varið og að taka afstöðu til beiðna um endurúthlutun. Haldinn verði aukafundur ráðsins til umsagnar og afgreiðslu.
Jafnframt lagt fram trúnaðarmerkt bréf verkefnastjóra Tónlistarborgarinnar vegna styrks frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.- kl. 14:26 véku Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Erling Jóhannesson og Arna Kristín Sigfúsdóttir af fundinum.
- kl. 14:26 tóku sæti á fundinum Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR og Helga Björnsdóttir hjá ÍTR sem tók við fundarritun.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. október 2020 vegna breytinga á aðalskipulagi.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju erindi Stelpur Rokka dags. 15. september 2020. Einnig lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 3. nóv. 2020 ásamt drögum að nýjum samningi við Stelpur Rokka. Vísað til styrkjahóps ÍTR.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Brokeyjar dags. 28. september 2020 vegna reksturs félagsins og styrkbeiðni. Vísað til umsagnar ÍBR.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 2. október 2020 vegna bókunar íbúaráðs Miðborga og Hlíða vegna aðgengismála í Nauthólsvík. Vísað til ferlinefndar fatlaðs fólk til umsagnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skáksambands Íslands dags. 19. nóvember 2020 vegna EM einstaklinga og Reykjavíkurskákmóts 2021.
Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 19. nóvember 2020 vegna samnings við Skáksambandið. Vísað til styrkjahóps ÍTR.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Tónlistarfélags Árbæjar ódags. með ósk um framlengingu á samningi við Reykjavíkurborg vegna leigu á tónlistarmiðstöð fyrir ungt fólk.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju skýrsla starfshóps um Frístundakortið. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. nóvember vegna afgreiðslu borgarstjórnar 17. nóv. 2020. Jafnframt lögð fram tillaga að nýjum reglum um Frístundakortið.
Samþykkt.Fulltrúar ráðsins leggja fram eftirfarandi bókun:
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þakkar stýrihópi skýrslu um breytingar á reglum Frístundakorts og samþykkir þær tillögur að reglubreytingum sem hér eru lagðar fram. Setja þarf vinnu við reglur um einkakennslu um tónlist í farveg í samstarfi við skóla- og frístundasvið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 16. nóvember 2020 vegna samnings við Fjölni um rekstur mannvirkja o.fl.
Samþykkt að núverandi samningur verði framlengdur til 30. maí 2021.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 16. nóvember 2020 vegna samnings við ÍR um rekstur mannvirkja.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram skýrsla ÍBR um jaðaríþróttir. Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra ÍTR um aðstöðu fyrir hjólabretti.
Fulltrúar ráðsins leggja fram eftirfarandi bókun:
Það hefur lengi verið óvissa um aðstöðumál hinna ýmsu jaðaríþrótta í Reykjavík. Það er mikill og ómældur ágóði fyrir samfélagið að búa að fjölbreyttu umhverfi í íþróttaiðkun. Það er því mikilvægt að finna framtíðarlausn á þessum málum sem fyrst.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá seinasta fundi liður 11.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja til að skipaður verði starfshópur sem skilar hratt tillögum um hvernig er hægt að koma á skipulögðu íþróttastarfi í samstarfi við grunnskóla þegar samkomutakmarkanir eru í gildi vegna COVID-19 og koma í veg fyrir brottfall.
Frestað.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:00
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
mit_2311.pdf