Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2020, fimmtudaginn 19. nóvember var haldinn sameiginlegur fundur, 28. fundur mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, 47. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og 40. fundur ofbeldisvarnarnefndar. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í Ráðhúsi og hófst kl.14.00. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Þór Elís Pálsson, Daníel Örn Arnarsson, Skúli Helgason og Örn Þórðarson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir jafnréttisráðgjafi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu. Eftirtaldir fulltrúar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Ellen J. Calmon, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson og Ólafur Kr. Guðmundsson. Einnig sátu fundinn með fjarfundabúnaði áheyrnarfulltrúi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og starfsfólk: Frímann Ari Ferdinandsson áheyrnarfulltrúi, Arna Kristín Sigfúsdóttir verkefnisstjóri og Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði. Einnig sat fundinn Ómar Einarsson sviðstjóri, Helga Björnsdóttir og Steinþór Einarsson skrifstofustjórar íþrótta- og tómstundasviðs. Eftirtaldir fulltrúar ofbeldisvarnarnefndar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði: Heiða Björg Hilmisdóttir, Geir Finnsson, Diljá Ámundadóttir og I. Jenný Ingudóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á jafnréttisúttekt Reykjavíkurborgar á þremur hverfisíþróttafélögum í Reykjavík.
Fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, ofbeldisvarnarnefndar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna, í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, leggja fram svohljóðandi bókun:
Við þökkum greinargóða kynningu á jafnréttisúttekt í þremur hverfisíþróttafélögum. Ljóst er að íþróttafélögin eru að gera margt gott er varðar jafnréttismál en það má einnig gera betur er varðar hinsegin fræðslu, búningsklefa fyrir fatlað fólk og stuðla enn frekar að fjölgun í hópi iðkenda sem eru með annað móðurmál en íslensku. Þá þurfa félögin að huga sérstaklega að því að jafna kynjahlutföll í stjórnum og hópi starfsfólks en þar hallar mikið á konur. Þá er hvatt til að félögin auki sýnileika jafnréttisáætlana og tryggi að unnið sé eftir þeim. Við viljum hvetja íþróttafélögin til að þiggja aðstoð mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu við gerð jafnréttisáætlunar og leggjum til að öll íþróttafélög fái hinsegin fræðslu fyrir þjálfara og starfsmenn sína.
Halldóra Gunnarsdóttir, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á #Metoo. Kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg áreitni í íþróttum. Forvarnir, viðbrögð og verkferlar.
Fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, ofbeldisvarnarnefndar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna, í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, leggja fram svohljóðandi bókun:
Við fögnum nýútkomnum bæklingi ÍBR sem ber heitið "Kynferðislegt ofbeldi, kynferðisleg áreitni í íþróttum. Forvarnir, viðbrögð og verkferlar" og þökkum góða kynningu. Þarna er um mikilvægt leiðbeiningarit að ræða er varðar forvarnir, viðbrögð og verkferla fyrir öll þau sem starfa með börnum og ungmennum innan íþróttahreyfingarinnar, þar með talið hvert skal leita þegar slík mál koma upp. Vonast er til að bæklingurinn fái góða kynningu og dreifingu en hann ætti einnig að geta gagnast starfsfólki í skóla- og frístundastarfi.
Jóna Hildur Bjarnadóttir og Birta Björnsdóttir, Íþróttabandalagi Reykjavíkur taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Fram fer kynning á fyrstu niðurstöðum úr viðhorfskönnun - Hinsegin fólk og þátttaka í íþróttum.
Fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, ofbeldisvarnarnefndar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna, í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, leggja fram svohljóðandi bókun:
Niðurstöður könnunar um hinsegin fólk og þátttöku þeirra í íþróttum sýna skýrt fram á mikilvægi upplýstrar umræðu og fræðslu. Allir njóta góðs af fræðslu og þó hún dugi ekki ein og sér til að valda straumhvörfum hefur hún veigamikil, jákvæð áhrif á ýmiss konar hópa sem mætti taka betur á móti í íþróttastarfi.
- Kl. 15.00 víkur Sigríður Arndís Jóhannsdóttir af fundinum og Þorkell Heiðarsson tekur sæti með fjarfundabúnaði.
Svandís Anna Sigurðardóttir, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og ofbeldisvarnarnefndar, um vitundarvakningarátak gegn fordómum, áreitni og ofbeldi:
Lagt er til að vorið 2021 verði helgað vitundarvakningarátaki á starfsstöðvum borgarinnar til þess að starfsfólk og borgarbúar upplifi að öll séu velkomin á þjónustustofnanir og starfsstöðvar Reykjavíkurborgar. Átakið verði unnið í samvinnu við öll svið borgarinnar, með markvissri fræðslu, auglýsingum og veggspjöldum á þjónustustofnunum borgarinnar gegn fordómum, áreitni og ofbeldi. Að auki með yfirferð verklagsreglna og starfsaðferða með tilliti til þess að valdefla starfsfólk til þess að kljást með besta móti við krefjandi aðstæður sem upp geta komið með það fyrir sjónum að hafa upplifun af þjónustuveitingu borgarinnar og borginni sem starfsstað sem ánægjulegasta. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, íþrótta- og tómstundasviði og mannauðs- og starfsumhverfissviði er falið að móta átakið í samráði við önnur svið borgarinnar með aðkomu þeirra hagsmunasamtaka helstu hópa sem upplifað hafa fordóma í sinn garð. Um verkefnið verði skipaður sérstakur starfshópur sem geri áætlun um framkvæmdina og fylgi henni eftir.
Greinargerð fylgir tillögunni. R20100061
Samþykkt.- Kl. 15.49 víkur Líf Magneudóttir af fundinum.
Fundi slitið klukkan 16:00
PDF útgáfa fundargerðar
mit_1911.pdf