Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 46

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 9. nóvember var haldinn 46. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.32.    Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:  Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL, Arna Kristín Sigfúsdóttir verkefnisstjóri hjá menningar- og ferðamálasviði, Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 5. nóvember 2020 ásamt minnisblaði verkefnastjóra Tónlistarborgarinnar um úrbótasjóð tónleikastaða dags. 30. október 2020.

    María Rut Reynisdóttir sat fundinn undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á drögum að nýrri stefnu Borgarbókasafns Reykjavíkur til ársins 2024.

    Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir deildarstjóri miðlunar og upplýsinga sitja fundinn undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram til kynningar trúnaðarmerkt yfirlit yfir innkomnar styrkumsóknir úr borgarsjóði á sviði menningarmála fyrir árið 2021.

    Vísað til faghóps um styrki hjá menningar- og ferðamálasviði.

  4. Lögð fram tillaga sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 5. nóvember 2020 um framlengingu á veittum styrkjum 2020 til ársins 2021.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á Nýlistasafninu. Dorothee Kirch safnstjóri Nýlistasafnsins og Sunna Ástþórsdóttir framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins sitja fundinn undir þessum lið. 

    Lögð fram drög að samstarfssamningi við Nýlistasafnið.

    Samþykkt með atkvæðum Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. 

    Vísað til borgarráðs.

  6. Fram fer kynning á Kling & Bang ehf. 

    Ingibjörg Sigurjónsdóttir stjórnarformaður Kling & Bang, Elísabet Brynhildardóttir gjaldkeri Kling & Bang og Una Björg Magnúsdóttir verkefnastjóri Kling & Bang sitja fundinn undir þessum lið. 

    Lögð fram drög að samstarfssamningi við Kling og Bang ehf.

    Samþykkt með atkvæðum Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. 

    Vísað til borgarráðs.

    -    kl. 14:52 viku Sif Gunnarsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Arna Schram og Erling Jóhannesson af fundi.

    -    kl. 14:52 komu Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR og Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR á fundinn.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir umsögn um erindi Íþróttafélagsins Leiknis dags. 19. október 2020 vegna uppbyggingar á fimleika- og danshúsi í Efra-Breiðholti.

    Frestað.

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á skýrslu starfshóps dags. í október um endurskoðun á regluverki um Frístundakortið.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf USK dags. 23. október 2020 vegna skýrslu stýrihóps um þjónustu fyrir gæludýr ásamt tillögu um Dýraþjónustu Reykjavíkur. 

    Sabine Leskopf formaður stýrihópsins situr fundinn undir þessum lið og kynnir skýrsluna.

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  10. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi tillögu:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja til að skipaður verði starfshópur sem skilar hratt tillögum um hvernig er hægt að koma á skipulögðu íþróttastarfi í samstarfi við grunnskóla þegar samkomutakmarkanir eru í gildi vegna COVID-19 og koma í veg fyrir brottfall.

    Frestað.

  11. Rætt um stöðuna hjá ÍTR vegna Covid-19.

Fundi slitið klukkan 15:58

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
mit_0911.pdf