Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2020, mánudaginn 28. september var haldinn 44. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu, borgarstjórnarsal og hófst hann kl. 13.30. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldin fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði: Elín Oddný Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra til borgarráðs dags. 31. ágúst 2020 ásamt skilabréfi starfshóps um forgangsröðun við uppbyggingu mannvirkja.
Fram fór kynning á niðurstöðum stýrihóps um forgangsröðun mannvirkja vegna stefnu í íþróttamálum.- kl. 13:50 tók Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR sæti á fundinn í fjarfundabúnaði.
Ráðið lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þakkar starfshópnum fyrir sína vinnu. Aðferðin sem hér er notuð við forgangsröðun er athyglisverð og gegnsæ og á eftir að nýtast vel.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. sept. 2020 vegna skýrslu starfshóps um Þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Sjálfstæðisflokkurinn telur brýnt að óvissu um uppbyggingu þjóðarleikvangs verði eytt sem fyrst. Slík óvissa kemur niður á íþróttastarfi barna og unglinga í hverfum borgarinnar. Sem dæmi má nefna að málefni Þróttar í Laugardalnum hafa lengi setið á hakanum vegna þessa.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 27. ágúst 2020 um tilraunaverkefni í Breiðholti 2020-2023.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Stelpur Rokka dags. 21. september 2020 vegna starfsemi félagsins í aðstöðu í Völvufelli og ósk um endurnýjun á samningi.
Vísað til meðferðar í styrkjahópi ÍTR.Fylgigögn
-
Lögð fram skýrsla Atvinnumáladeildar Hins Hússins um ráðningu sumarliða 2020 og skýrsla um sumarstarf Hins Hússins 2020.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og heilbrigðisráðs dags. 19. ágúst 2020 um dýrahald í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Völundar Þorbjörnssonar dags. 14. ágúst 2020 vegna hugmynda um að reisa styttu til minningar um Jón Pál Sigmarsson.
Samþykkt að óska eftir umsögn Listasafns Reykjavíkur.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 21. sept. 2020 vegna starfsemi Knattspyrnufélagsins Víkings í Safamýri.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 24. september 2020 vegna hjólabrettaaðstöðu.
kl. 15:00 vék Ingvar Sverrisson af fundi.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga að gjaldskrá ÍTR 2021.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fjárhagsáætlun ÍTR 2021.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hver er staðan á notun frístundakorts í ár miðað við á sama tíma fyrir ári?
Fundi slitið klukkan 15:34
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
mit_2809.pdf