Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 44

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 28. september var haldinn 44. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu, borgarstjórnarsal og hófst hann kl. 13.30.    Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldin fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði: Elín Oddný Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:   Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra til borgarráðs dags. 31. ágúst 2020 ásamt skilabréfi starfshóps um forgangsröðun við uppbyggingu mannvirkja.
        Fram fór kynning á niðurstöðum stýrihóps um forgangsröðun mannvirkja vegna stefnu í íþróttamálum.

    -    kl. 13:50 tók Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR sæti á fundinn í fjarfundabúnaði. 

        Ráðið lagði fram svohljóðandi tillögu:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þakkar starfshópnum fyrir sína vinnu. Aðferðin sem hér er notuð við forgangsröðun er athyglisverð og gegnsæ og á eftir að nýtast vel.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. sept. 2020 vegna skýrslu starfshóps um Þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir. 

        Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Sjálfstæðisflokkurinn telur brýnt að óvissu um uppbyggingu þjóðarleikvangs verði eytt sem fyrst. Slík óvissa kemur niður á íþróttastarfi barna og unglinga í hverfum borgarinnar. Sem dæmi má nefna að málefni Þróttar í Laugardalnum hafa lengi setið á hakanum vegna þessa.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 27. ágúst 2020 um tilraunaverkefni í Breiðholti 2020-2023.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf Stelpur Rokka dags. 21. september 2020 vegna starfsemi félagsins í aðstöðu í Völvufelli og ósk um endurnýjun á samningi.
        Vísað til meðferðar í styrkjahópi ÍTR.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram skýrsla Atvinnumáladeildar Hins Hússins um ráðningu sumarliða 2020 og skýrsla um sumarstarf Hins Hússins 2020.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og heilbrigðisráðs dags. 19. ágúst 2020 um dýrahald í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf Völundar Þorbjörnssonar dags. 14. ágúst 2020 vegna hugmynda um að reisa styttu til minningar um Jón Pál Sigmarsson.
        Samþykkt að óska eftir umsögn Listasafns Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 21. sept. 2020 vegna starfsemi Knattspyrnufélagsins Víkings í Safamýri.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags.  24. september 2020 vegna hjólabrettaaðstöðu.

        kl. 15:00 vék Ingvar Sverrisson af fundi. 

    Fylgigögn

  10. Lögð fram tillaga að gjaldskrá ÍTR 2021. 
        Samþykkt.

    Fylgigögn

  11. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun ÍTR 2021.

  12. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hver er staðan á notun frístundakorts í ár miðað við á sama tíma fyrir ári?

Fundi slitið klukkan 15:34

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
mit_2809.pdf