Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 43

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 14. september var haldinn 43. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu, borgarráðssal og hófst hann kl. 13.30.    Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:  Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL, Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september 2020 um notkun fjarfundarbúnaðar og tveggja metra fjarlægðarreglu á fundum fagráða Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 27. júlí 2020 um tillögu mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um hvernig er hægt að koma í veg fyrir upplifun af fordómum á þjónustustofnunum eða starfsstöðum borgarinnar.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á sex mánaða uppgjöri menningar- og ferðamálasviðs.

  4. Lögð fram tillaga að gjaldskrá menningar- og ferðamálasviðs vegna 2021.
    Samþykkt.

    Fulltrúar í menningar-, íþrótta-og tómstundaráði leggja fram eftirfarandi bókun:

    Vel hefur verið farið með fjármuni á sviðinu en þrátt fyrir mikið tekjufall af völdum COVID-19 þá er rekstur sviðsins innan fjárhagsramma. Óskað er eftir því að fá kostnaðarmat á ólíkum leiðum til að bregðast við tekjufallinu, til dæmis með styttingu opnunartíma og mögulegri lokun einhverja daga vikunnar.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 1. september 2020 vegna ráðningar í starf safnstjóra Listasafns Reykjavíkur.
    Samþykkt að framlengja samning við Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur.
    Ráðið fagnar því að Ólöf Kristín Sigurðardóttir verði endurráðin í starf safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Starf hennar við safnið hefur verið ákaflega farsælt.

  6. Fram fer kynning á hugmyndum að vinnu við endurskoðun á menningarstefnu Reykjavíkurborgar.
    Samþykkt að skipa stýrihóp með einum fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna, þremur fulltrúum menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og einum fulltrúa menningar- og ferðamálasviðs vegna vinnu við gerð menningarstefnunnar. 
    Hjálmar Sveinsson, Ellen Calmon og Jórunn Pála Jónasdóttir verða fulltrúar ráðsins.

    Fylgigögn

  7. Fram fara kynningar á Listasafni Reykjavíkur, Borgarsögusafni og Borgarbókasafni.
    Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns. Reykjavíkur og Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns sitja fundinn undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á Grófarhúsi.
    Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður situr fundinn undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:05

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
mit_1409.pdf