Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 42

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 24. ágúst var haldinn 42. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.35. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen J. Calmon, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála, Helga Björnsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra ÍTR, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á menningar- og ferðamálasviði, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 13. ágúst 2020 um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar. RMF20040001

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á skýrslu um áhrif Covid-19 á tónlistargeirann. RMF20080004

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Menningar- íþrótta- og tónlistarráð þakkar vandaða skýrslu um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistarmarkað. Ljóst er að tónlistarfólk og fyrirtæki tengd tónlistarflutningi hafa orðið hart úti. Mikilvægt er að gripið verði til skilvirkra ráðstafana til að styðja tónlistariðnaðinn. 

    María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), og Bryndís Jónatansdóttir, verkefnastjóri hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf formanns menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs dags. 18. ágúst 2020 varðandi samstarfssamning um fjárstuðning Reykjavíkurborgar vegna rekstrar Bíó Paradísar og fræðslu í kvikmyndalæsi fyrir grunnskólabörn í Reykjavík, ásamt drögum að samningnum. RMF20080005

    Samþykkt. Vísað til borgarráðs. 

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Menningar- íþrótta- og tómstundaráð fagnar því að Bíó Paradís starfar áfram í Reykjavík. Þessi samstarfssamningur er liður í að tryggja það auk þess sem viðbótarstuðningur borgarinnar við Bíó Paradís var samþykktur í borgarráði annan júlí síðastliðinn. Miðað er við annan eins stuðning frá ríkinu. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð áréttar bókun sína frá því fyrr á árinu þar sem kom fram að Bíó Paradís hefur öðlast sess sem mikilvæg menningarstofnun í Reykjavík. 

  4. Lagðar fram tilnefningar Rithöfundasambands Íslands, dags. 18. ágúst 2020, og Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO, dags. 19. ágúst 2020, í dómnefnd vegna Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur árið 2021. Samþykkt að Geir Finnsson taki sæti í dómnefndinni sem fulltrúi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, sem jafnframt er formaður dómnefndar. RMF200080003

    Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO, tekur sæti á fundinum undir þessum lið

    -    Kl. 14.15 víkja Sif Gunnarsdóttir og Inga María Leifsdóttir af fundinum.

    -    Kl. 14.15 taka sæti á fundinum Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir tekur við fundargerðarritun.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf Íbúaráðs Grafarvogs dags. 25. júní 2020 með fyrirspurn ráðsins um framtíðarskipulag knattspyrnuvalla fyrir Fjölni. Jafnframt lagt fram svarbréf sviðsstjóra ÍTR dags. 7. júní 2020 vegna málsins. 

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf Íbúaráðs Vesturbæjar dags. 23. júní 2020 með ósk um umsögn varðandi umsókn í hverfissjóð um styrk til að meta þörf á aðstöðu til íþróttaiðkunar og heilsueflandi hreyfingu innan Vesturbæjar.
    Umsókninni er hafnað. Bent er á árlegan styrkjapott borgarinnar.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf ÍBR dags. 11. júlí 2020 vegna aðildar Hjólabrettafélags Reykjavíkur að ÍBR.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf Hjólabrettafélags Reykjavíkur ódags. vegna aðstöðumála félagsins og ósk um húsaleigustyrk. 
    Vísað til umsagnar ÍBR og ÍTR.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 25. júní þar sem vísað er til meðferðar ÍTR umsókn Hafna- og mjúkboltafélagsins um lóð í Laugardal fyrir innanhússaðstöðu félagsins. 
    Erindinu er hafnað.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 25. júní 2020 þar sem vísað er til meðferðar ÍTR fyrirspurn Rafíþróttasamtaka Íslands um stöðu og stefnu sveitarfélaga varðandi rafíþróttir. 
    Vísað til afgreiðslu ÍBR og ÍTR.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 28. júlí 2020 vegna starfsemi á vegum félagsins í Safamýri. 
    Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns dags. 17. ágúst 2020 vegna húsnæðismála lyftingadeilda félagsins.
    Vísað til afgreiðslu sviðsstjóra ÍTR.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 5. júní 2020 um eftirlitsskyldu fagráða.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram yfirlit um fjárhagsramma ÍTR 2021.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu dags. 16. júní 2020 vegna aðgangseyris í sund og aldursmörk barna. 
    Vísað til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar.

    Fylgigögn

  16. Fram fer umræða um áhrif Covid 19 á starfsemi ÍTR.

  17. Rætt um skipan í styrkjahóp ÍTR/MÍT. Samþykkt að Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson og Katrín Atladóttir sitji í hópnum.

PDF útgáfa fundargerðar
mit_2408.pdf