Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 41

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 22. júní var haldinn 41. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu, borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13.36 Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Ellen Calmon, Jórunn Pála Jónasdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Katrínu Atladóttur, Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:   Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR og  Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra ÍTR sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram yfirlit um aðsókn í sundlaugar janúar – maí 2020.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur 10. júní 2020 vegna samstarfssamnings ÍBR og íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík við Reykjavíkurborg.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar mun af þessu tilefni biðja um að málið verði tekið upp að nýju í ráðinu.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram minnisblað Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 18. júní 2020 vegna afnota Frístundamiðstöðva á íþróttahúsum.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur dags. 15. júní 2020 vegna tillögu mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs um hvernig er hægt að koma í veg fyrir upplifun af fordómum á þjónustustofnunum eða starfsstöðvum borgarinnar.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra ÍTR dags. 16. júní 2020 vegna aðgangseyris barna í sund.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram afrit af bréfi Fjármálaskrifstofu dags. 16. júní 2020 til mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs ásamt skýrslu starfshóps um gagnsæi styrkjaúthlutana Reykjavíkurborgar. Skýrslan ásamt tillögum er í opnu umsagnarferli til 22. júní 2020.

    Fulltrúar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs leggja fram eftirfarandi bókun:

    Fulltrúarnir benda á að því fylgir ávallt ákveðinn kostnaður að úthluta styrkjum. Í tilfelli menningarstyrkja MÍT eru styrkbeiðnir metnar af faghópi og styrkbeiðnirnar mjög margar. Mikil vinna liggur að baki slíku mati og vinnu faghóps fylgir kostnaður. Þá þarf að tryggja að auglýsingar nái sannarlega til allra ef afnema á kröfu um auglýsingar í dagblöðum. Sviðstjórum MOF og ÍTR er falið að skrifa umsagnir um tillögunnar. Menningar-, íþrótta og tómstundaráð áskilur sér rétt til að koma með frekari ábendingar á síðari stigum.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram 4 mánaða rekstraruppgjör ÍTR.

  8. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 8. júní 2020 um merkingar á æfingatækjum borgarinnar.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að birtar verði leiðbeiningar og tillögur að æfingaplönum með æfingatækjum borgarinnar. Lagt er til að tillögunni verði vísað til skoðunar skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Fram fer kynning á íþróttamannvirkjum í Úlfarsárdal.

    -    kl. 15:03 víkur Steinþór Einarsson af fundi
    -    kl. 15:03 kom Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs á fundinn.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf Rithöfundasambands Íslands dags. 10. júní 2020, með tilnefningu Eyþórs Gunnarssonar í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2020. Lagt til að Sif Sigmarsdóttir og Börkur Gunnarsson taki sæti í dómnefndinni sem fulltrúar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs ásamt Eyþóri. Lagt til að Sif Sigmarsdóttir verði jafnframt formaður dómnefndar. RMF18090006

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um framtíðarfyrirkomulag Iðnó.

Fundi slitið klukkan 15:35

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
mit_2206.pdf