Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 4

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2018, mánudaginn 24. september var haldinn 4. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Katrín Atladóttir, Björn Gíslason og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ómar Einarsson, Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tillaga sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að stjórn Vetrarhátíðar í Reykjavík 2019. RMF18090002

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tillaga sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að stjórn Barnamenningarhátíðar í Reykjavík 2019. RMF18090003

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tillaga að breytingu á stjórn Menningarsjóðsins Imagine Peace - Reykjavik. RMF10090010 

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um styrkjahóp íþrótta- og tómstundasviðs.

    Lagt til að Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf og Katrín Atladóttir taki sæti í styrkjahópnum.  

    Samþykkt.

  5. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs 2019. RMF18050003

  6. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2019.

    Andrés Bögebjerg Andreasen, fjármálastjóri íþrótta- og tómstundasviðs, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið klukkan 15:48

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Sabine Leskopf