Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 39

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 8. júní var haldinn 39. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu, borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13.33 Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Ellen Calmon, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:  Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR og  Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra ÍTR sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 3. júní 2020 þar sem fram kemur að tillaga borgarstjórnar um heimild til að nota fjarfundabúnað á fundum ráðsins hafi verið framlengd til 2. júlí 2020.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. júní 2020 þar sem tilkynnt er að Ellen Calmon taki sæti Dóru Magnúsdóttur í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram 3 mánaða uppgjör ÍTR.

    -    kl. 13:30 tók Elín Oddný Sigurðardóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 2. júní 2020 vegna samstarfssamninga sviðsins.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 11. maí 2020 um kvennaklefa í Sundhöllinni.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 13. maí 2020 vegna tillögu frá fundi borgarstjóra með Reykjavíkurráði ungmenna 12. maí 2020 frá Karin Guttesen um aðgang félagsmiðstöðva að íþróttahúsum í öllum hverfum. 
    Karin Guttesen sat fundinn undir þessum lið ásamt Huldu Valdísi Valdimarsdóttur verkefnisstjóra hjá Skóla- og frístundasviði.  
    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar henni til frekari úrvinnslu ÍTR, Íþróttabandalags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 13. maí 2020 vegna tillögu frá fundi borgarstjórnar með Reykjavíkurráði ungmenna 12. maí 2020 frá Öldu Lóu Benediktsdóttur um að ungmennahús verði starfrækt í öllum hverfum borgarinnar.  Aldís Lóa Benediktsdóttir sat fundinn undir þessu lið ásamt Huldu Valdísi Valdimarsdóttur verkefnisstjóra hjá Skóla- og frístundasviði.  
    Tillagan er felld.

    Menningar- íþrótta- og tómstundaráð leggur fram eftirfarandi bókun:

    MÍT þakkar tillöguna. Tillagan er metnaðarfull og felur í sér aukna þjónustu Reykjavíkurborgar við aldurshópinn 16-20 ára. Sem stendur þjónar Hitt húsið umræddum aldurshóp, auk þess sem mikið framboð af félagslífi er í framhaldsskólum borgarinnar. Sökum óvissu um kostnað og eftirspurn er tillagan nú felld en rétt þykir að fylgjast áfram með þörf fyrir þjónustu við umræddan aldurshóp. Þá er tekið undir að heppilegt kann að vera leita leiða til að nýta húsnæði á vegum borgarinnar með fjölbreyttum hætti, eins og tillagan mælir með.

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2020.
    Gerður Sveinsdóttir mannauðsráðgjafi hjá ÍTR sat fundinn undir þessum lið.

  9. Fram fer umræða um stöðuna hjá ÍTR í Covid-19.

    -    kl. 15:11 víkja Steinþór Einarsson og Ómar Einarsson af fundi.
    -    kl. 15:12 tekur Arna Schram sviðsstjóri sæti á fundinum.

  10. Lagðar fram reglur um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Dómnefnd verður skipuð á næsta fundi.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram að nýju umsókn Prentsöguseturs dags. 30. apríl 2020 vegna húsaleigu. 
    Erindinu er vísað til meðferðar Menningar- og ferðamálasviðs.

    Fylgigögn

  12. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi tillögu:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að birtar verði leiðbeiningar og tillögur að æfingaplönum með æfingatækjum borgarinnar.

    Frestað.

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
mit_0806.pdf