Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2020, mánudaginn 25. maí var haldinn 38. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnaðinn Webex og hófst hann kl. 13.36. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Katrínu Atladóttur, Baldur Borgþórsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála, Arna Schram sviðsstjóri á menningar- og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra ÍTR sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fara kynningar á áhrifum Covid-19 á starfsemi menningarhúsa borgarinnar.
Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns, Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Íslands sitja fundinn undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um hugmyndir af borgarlistamanni Reykjavíkurborgar.
Lögð fram tilnefning um borgarlistamann 2020, sem útnefndur verður 17. júní 2020.
Samþykkt. Trúnaðarmál fram að útnefningu.- kl. 15:01 víkur Jórunn Pála Jónasdóttir af fundi.
- kl.15:04 víkur Sif Gunnarsdóttir af fundi.
-
Fram fer kynning á þriggja mánaða uppgjöri menningar- og ferðamálasviðs.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Listahátíð í sumar, en hátíðin á 50 ára afmæli.
Pawel Bartoszek Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Hjálmar Sveinsson
PDF útgáfa fundargerðar
mit_2505.pdf