Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 37

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 11. maí var haldinn 37. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnaðinn Webex og hófst hann kl. 13.34. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:  Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála, Arna Schram sviðsstjóri á menningar- og ferðamálasviði og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á menningar- og ferðamálasviði, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 29. apríl 2020 þar sem fram kemur að tillaga borgarstjórnar um heimild til að nota fjarfundabúnað á fundum ráðsins hafi verið framlengd til 2. júní 2020. RMF20040001

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stöðu Iðnó. RMF17060011

  3. Fram fer umræða um Borgarlistamann Reykjavíkur 2020. RMF20050002

  4. Fram fer kynning á Sumarborginni 2020. RMF20050003

  5. Fram fer kynning á stöðu stofnana á menningar- og ferðamálasviði vegna Covid-19. Einnig fer fram kynning á menningarstyrkjum vegna Covid 19. RMF20050001

  6. Fram fer kynning á stöðu úrbótasjóðs tónleikastaða. RMF19080009

    -    María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
    -    
    -    kl. 14:39 véku Erling Jóhannesson, Sif Gunnarsdóttir, Inga María Leifsdóttir, Huld Ingimarsdóttir og Arna Schram af fundi. 

    -    kl. 14:39 komu Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri ÍTR, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri ÍTR og Frímann Ari Ferdinandsson áheyrnarfulltrúi ÍBR á fundinn og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem tekur við fundargerðarritun.

  7. Lögð fram styrkumsókn Prentsöguseturs dags. 30. apríl 2020 vegna húsaleigu.
    Frestað.

    Fylgigögn

  8. Fram fer yfirferð á stöðunni hjá ÍTR vegna afléttingar samkomubanns að hluta og áhrifa Covid 19 á rekstur ÍTR.

  9. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 6. maí 2020 vegna samnings við Skáksamband Íslands vegna Reykjavíkurskákmóts 2021-2023.
    Frestað.  

        Fulltrúar ráðsins leggja fram svohljóðandi bókun:

    MÍT óskar eftir yfirliti um samstarfssamninga sviðsins við aðila utan ÍBR og skuldbindingar borgarinnar fram í tímann vegna þeirra samninga. Jafnframt leggur ráðið til að unnar verði reglur um samstarfssamninga í samræmi við bókun styrkjahópsins frá desember 2019 áður en frekari samstarfssamningar eru gerðir.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 6. maí 2020 vegna erindis Golfklúbbs Brautarholts með ósk um styrk. 
        Samþykkt að veita vallarstyrk vegna ársins 2020 að upphæð 4.0 mkr. með atkvæðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Miðflokksins gegn atkvæði fulltrúa Viðreisnar.   Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra dags. 4. maí 2020 til borgarráðs um áframhaldandi vinnu stýrihóps um íþróttastefnu og forgangsröðun verkefna.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram til kynningar, bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 6. maí 2020 vegna forgangsröðun tillagna starfshóps um fjölmenningarfræðslu í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjavík.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram, til kynningar, skýrsla um TUFF verkefnið í Breiðholti 2019.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram, til kynningar, skýrsla KFUM og KFUK vegna starfsemi samtakanna 2019-2020.

  15. Lögð fram, til kynningar, skýrsla um rekstur skíðasvæða í borginni veturinn 2019 – 2020.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:50

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
mit_1105.pdf