No translated content text
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2020, mánudaginn 6. apríl var haldinn 35. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnaðinn Webex og hófst hann kl. 13.35. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar hjá MOF, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála, Arna Schram sviðsstjóri MOF, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri hjá ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri hjá ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 24. mars 2020 þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið tillaga borgarstjórnar um heimild til að nota fjarfundabúnað á fundum ráðsins til 21. apríl 2020.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR og MOF dags. 1. apríl 2020 vegna aðgerða borgarinnar vegna COVID 19.
- kl. 13:40 kom Dóra Magnúsdóttir á fundinn.
- kl. 14:07 víkur Erling Jóhannsson af fundi.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:
Óskað er eftir að íþrótta- og tómstundasvið meti ætlað tekjutap íþróttafélaganna í Reykjavík vegna hverslags ófyrirséðra breytinga á æfingaáætlunum, mótahaldi og innkomu styrkja í tengslum við Covid-19, eins og það mun líta út þann 1. maí 2020.
- kl. 14:23 véku Sif Gunnarsdóttir, Huld Ingimarsdóttir og Arna Schram af fundi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 31. mars 2020 vegna gjaldskrár í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
Gjaldskráin samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 1. apríl 2020 vegna gjaldskrár í Hitt Húsið.
Gjaldskráin samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðstjóra ÍTR dags. 1. apríl 2020 vegna innkaupa ársins 2019.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á ársuppgjöri ÍTR 2019.
Fundi slitið klukkan 14:55
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
mit_0604.pdf