Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2020, mánudaginn 9. mars var haldinn 34. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Katrínu Atladóttur og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á ársuppgjöri menningar- og ferðamálasviðs. RMF19010003
- kl.13:57 viku Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar og Inga María Leifsdóttir verkefnastjóri af fundi.
- kl. 13:48 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstur og þjónustu hjá ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem tók við fundarritun. -
Rætt um stöðuna í rekstri ÍTR vegna verkfalla.
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 24. febrúar 2020 vegna erinda sem borist hafa í hugmyndasöfnunina - Hverfið mitt - og varðar starfsemi ÍTR.
-
Lagt fram að nýju bréf Klifurfélags Reykjavíkur dags. 5. des. 2019 vegna húsnæðismála félagsins.
Umræður um húsnæðismál jaðaríþróttagreina eins og klifur, hjólabretti, hjólreiðar, bogfimi og frisbígolf.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Vals dags. 26. febrúar 2020 vegna viðhalds- og framkvæmdaverkefna á vegum félagsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Keilusambands Íslands, keiludeildar KR, Keilufélags Reykjavíkur, keiludeildar ÍR og Íþróttafélagsins Aspar dags. 4. mars 2020 vegna aðstöðumála keiluíþróttarinnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu ÍTR dags. 4. mars 2020 vegna sumarvinnu skólafólks.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 29. mars 2019 þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna 26. mars 2019 hafi verið samþykkt að vísa tillögu fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða um frístundastarf fyrir ungmenni 16 ára og eldri til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.
Frestað.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:10
PDF útgáfa fundargerðar
mit_0903.pdf