Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 34

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 9. mars var haldinn 34. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Katrínu Atladóttur og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:  Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á ársuppgjöri menningar- og ferðamálasviðs. RMF19010003

    -    kl.13:57 viku Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar og Inga María Leifsdóttir verkefnastjóri af fundi.

    -    kl. 13:48 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri rekstur og þjónustu hjá ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem tók við fundarritun.

  2. Rætt um stöðuna  í rekstri ÍTR vegna verkfalla.

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 24. febrúar 2020 vegna erinda sem borist hafa í hugmyndasöfnunina -  Hverfið mitt - og varðar starfsemi ÍTR.

  4. Lagt fram að nýju bréf Klifurfélags Reykjavíkur dags. 5. des. 2019 vegna húsnæðismála félagsins.

        Umræður um húsnæðismál jaðaríþróttagreina eins og klifur, hjólabretti, hjólreiðar, bogfimi og frisbígolf.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Vals dags. 26. febrúar 2020 vegna viðhalds- og framkvæmdaverkefna á vegum félagsins.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf Keilusambands Íslands, keiludeildar KR, Keilufélags Reykjavíkur, keiludeildar ÍR og Íþróttafélagsins Aspar dags. 4. mars 2020 vegna aðstöðumála keiluíþróttarinnar.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu ÍTR dags. 4. mars 2020 vegna sumarvinnu skólafólks.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 29. mars 2019 þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna 26. mars 2019 hafi verið samþykkt að vísa tillögu fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða um frístundastarf fyrir ungmenni 16 ára og eldri til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

        Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:10

PDF útgáfa fundargerðar
mit_0903.pdf