Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 33

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 24. febrúar var haldinn 33. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á eftirfylgni með úttekt á skráningu safngripa og innra eftirliti hjá menningar- og ferðamálasviði dags. febrúar 2020. Einnig lagður fram úrdráttur úr eftirfylgniúttekt dags. 18. febrúar 2020. RMF20020005

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar í MÍT þakka fyrir góða kynningu á eftirfylgni með úttekt á skráningu safngripa og innra eftirliti hjá menningar- og ferðamálasviði. Eftirfylgniskýrslan sýnir að skráningarmálin eru almennt í ágætum farvegi enda flestar ábendingar nú ýmist grænar eða gular. Rétt er þó að bregðast við ítrekuðum ábendingum og óska fulltrúarnir eftir því að stjórnendur kynni fyrir ráðinu hvernig það verði gert.

    Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, innri endurskoðandi upplýsingakerfa hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, Hallur Símonarson, innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram til samþykktar útfærsla samnings vegna úrbótasjóðs tónleikastaða. RMF19080009

    Samþykkt með fimm atkvæðum Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Miðflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur við Óperudaga í Reykjavík 2020-2022.

    Samþykkt. Vísað til borgarráðs.

    kl. 14:17 véku Arna Schram sviðsstjóri, Inga María Leifsdóttir verkefnisstjóri og Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri af fundi.

    kl. 14:17 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem tók við fundarritun.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra áætlana- og uppgjörsskrifstofu dags. 10. febrúar 2020 vegna tíma- og verkáætlunar vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021-2025.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf  innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 6. janúar 2020 ásamt yfirliti yfir viðskipti innkaupaskrifstofu f.h. menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs í desember 2019.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu dags. 10. febrúar 2020 vegna jafnréttisúttektar Reykjavíkurborgar á þremur íþróttafélögum í Reykjavík.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu dags. 17. febrúar 2020 vegna ályktunartillögu Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks, sbr. 19. lið fundargerðar mannréttinda, nýsköpunar- og lýðræðisráðs dags. 13. feb. 2020 varðandi þjónustu borgarinnar á sundstöðum.

        Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Miðflokksins lýsir furðu sinni vegna ályktunartillögu Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Reykjavík  á  fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs þann 13. febrúar 2020 vegna atviks sem átti sér stað í sundlaug Grafarvogs. Að setja fram slíka ályktun án þess að fyrir liggi nokkur vitneskja um hvað raunverulega átti sér stað eru í besta falli forkastanleg vinnubrögð. Þarna er án fyrirvara vegið að starfsfólki laugarinnar fyrir það eitt að sinna starfi sínu. Slík vinnubrögð og Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð sýnir hér er ráðinu til vansa. Ljóst er að þarna var með órétti vegið að stafsmanni á grundvelli  einhliða fréttar fjölmiðils. Öll orð umræddra flokka, um að standa vörð um  starfsfólk borgarinnar þegar að þeim er vegið eru hjómið eitt. Fulltrúi Miðflokksins  hafnar téðri ályktun og óskar eftir því að umrætt ráð dragi ályktunina til baka.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að öll eru velkomin í sundlaugar borgarinnar. Á sama tíma telja þeir mikilvægt að ráð í umboði borgarstjórnar kanni málsatvik eftir þeim leiðum sem mögulegar eru áður en um þau er ályktað opinberlega, sérstaklega þegar þau fjalla um hegðun starfsmanna.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihluti MÍT áréttar að öll eru velkomin á sundstaði Reykjavíkur. Óskað hefur verið eftir því að sviðið kynni þá vinnu sem hefur átt sér stað í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu varðandi væntanlega regnbogavottun og fleiri aðgerðir sem snúa að aðgengi allra að sundlaugum borgarinnar.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu dags. 17. febrúar 2020 þar sem vísað er til umsagnar ÍTR fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs 13. febrúar 2020, um aðgengi fatlaðra að íþróttamannvirkjum á vegum borgarinnar

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2020 þar sem óskað er eftir umsögn ÍTR vegna fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins á fundi borgarráðs dags. 13. febrúar 2020 um vinnu stýrihóps vegna Frístundakortsins.

        Ráðið leggur fram eftirfarandi bókun:

    Hópurinn vinnur samkvæmt verkáætlun og ráðgerir ekki að skila áfangaskýrslu. Nú stendur yfir víðamikið ferli umsagna og hugmyndasöfnunar sem lýkur 4. mars. Jafnframt er ráðgert að framkvæma könnun meðal reykvískra foreldra. Í kjölfarið verður unnið úr framkomnum hugmyndum og fyrirhugað er að stýrihópurinn ljúki vinnu sinni fyrir sumarið.

    Fylgigögn

  10. Rætt um rekstur íþróttamannvirkja við Austurberg.

  11. Rætt um endurbætur í Laugardalslaug.

Fundi slitið klukkan 15:39

PDF útgáfa fundargerðar
mit_2402.pdf