Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 32

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 10. febrúar var haldinn 32. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Anna Eyjólfsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Aflétt trúnaði af afgreiðslu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs vegna styrkja ráðsins á sviði menningarmála 2020 sem lögð var fram og bókuð í trúnaðarbók ráðsins á fundi þess 13. janúar sl., ásamt greinargerð faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar dags. 5. janúar 2020. RMF19030006

    Svohljóðandi tillaga var lögð fram:

    Gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2020, 2021 og 2022 við eftirtalda aðila með árlegu framlagi með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2021 og 2022:

    2,5 m.kr.     Sequences myndlistarhátíð

    2 m.kr.         Myndhöggvarafélagið í Reykjavík – Hjólið, áfangar III, IV og V

    2 m.kr.         Mengi 

    1,5 m.kr.    Schola Cantorum

    1 m.kr.        Óperudagar í Reykjavík

    Listhópur Reykjavíkur 2020:

    2 m.kr.        Reykjavík Ensemble International Theatre Company

    Styrkir til verkefna árið 2020:

    4,4 m.kr.    Stockfish

    3 m.kr.        Lókal leiklistarhátíð

    1,5 m.kr.     List án landamæra

    1 m.kr.         Ramskram ljósmyndagallerí

    1 m.kr.        Mýrin barnabókmenntahátíð 

    1 m.kr.        Pop-up kvikmyndahátíð

    1 m.kr.        Hönnunarmiðstöð – DesignTalks Reykjavík // New World New Ways

    1 m.kr.         RIFF – Reykjavík hin kvika borg

    800.000 kr.    Karl Ágúst Úlfsson – Sperðill

    800.000 kr.    Rúnar Guðbrandsson – Skáldið í speglinum

    750.000 kr.    Iceland Noir bókmenntahátíð

    750.000 kr.    Bíó Paradís – Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2020 

    750.000 kr.    Kvikmyndaklasinn - www.svonafolk.is

    700.000 kr.    Sinfóníuhljómsveit áhugamanna 

    700.000 kr.    Lúðrasveit Reykjavíkur 

    700.000 kr.    SÍM – Torg listamessa í Reykjavík 2020

    700.000 kr.    Sinfóníuhljómsveit unga fólksins 

    700.000 kr.    Lúðrasveitin Svanur 

    700.000 kr.    Mús og Kött ehf. - Húsmæðraskólinn

    700.000 kr.    Listvinafélag Hallgrímskirkju

    700.000 kr.    Lúðrasveit verkalýðsins

    600.000 kr.    Starfsemi IBBY á Íslandi 2020

    500.000 kr.     Kvennakór Reykjavíkur – Landsmót íslenskra kvennakóra

    500.000 kr.     Kristín Eva Ólafsdóttir – FÍT 2020

    500.000 kr.     Leikhúsið 10 fingur – Stúlkan sem lét snjóa

    500.000 kr.     Snædís Lilja Ingadóttir – Mót

    500.000 kr.     Leikfélagið Hugleikur – Starfsemi 2020

    500.000 kr.     Fatahönnunarfélag Íslands – Samsýning - Nýjasta Tízka

    500.000 kr.     Fatou Ndure Baboudóttir – Norms

    500.000 kr.     Handverk og hönnun 

    500.000 kr.     Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu 2020

    500.000 kr.     Textílfélagið – Nýju fötin keisarans! 

    500.000 kr.     Björg Brjánsdóttir –Kvikmyndir með kammersveit    

    500.000 kr.     Örn Alexander Ámundason – Open

    500.000 kr.     Leikhópurinn Perlan –Draumasýningin okkar

    500.000 kr.     Kvennakórinn Vox Feminae 

    400.000 kr.     Elfa Lilja Gísladóttir – Upptakturinn 2020

    400.000 kr.    Ljósmyndahátíð Íslands 2020

    400.000 kr.    Kári Þormar – Síðdegistónlist í Dómkirkjunni og h-moll messa Bachs

    400.000 kr.    Kammermúsíkklúbburinn

    400.000 kr.     Söngfjelagið – Samstarf um söng í borg

    400.000 kr.     Guðný Guðmundsdóttir – Hádegistónar

    400.000 kr.     Katrín Gunnarsdóttir – Milli skinns og hörunds

    400.000 kr.     Pamela De S. Kristbjargardóttir – Börnin tækla tónskáldin 2020

    400.000 kr.     FAR Fest Afríka Reykjavík 2020

    400.000 kr.     Kammertónleikar Camerarctica 2020

    400.000 kr.     15:15 tónleikasyrpan

    400.000 kr.     Jón Gabríel Lorange – Listvitinn

    400.000 kr.     Sigríður Regína Sigurþórsdóttir – Alþjóðlegi heimamyndadagurinn 2020

    400.000 kr.     Kaffibarinn í 25 ár

    400.000 kr.     Ásthildur Kjartansdóttir – Ekki einleikið/Acting out

    400.000 kr.     Ástbjörg Rut Jónsdóttir – Eyja

    350.000 kr.     Magnea Björk Valdimarsdóttir – Helgi á Prikinu    

    350.000 kr.     Birnir Jón Sigurðsson – Strokuselurinn, sviðslistatilraunastofa

    350.000 kr.     Ásmundarsalur – Reykjavík Art Book Fair

    300.000 kr.     Guðni Björn Valberg – Annar Laugavegur

    300.000 kr.     Hulda Rós Guðnadóttir – Undirbúningur og samfélagsleg þátttaka fyrir staðbundna myndlistarsýningu

    300.000 kr.     Les Fréres Stefson ehf. – Snælda

    300.000 kr.     Söngsveitin Fílharmónía – Afmælistónleikar: Requiem eftir Verdi

    300.000 kr.     Steinunn Knútsdóttir – No Show - Ekki hér

    300.000 kr.     Hallveig Kristín Eiríksdóttir – Hundurinn á bak við manninn

    300.000 kr.     Raflistafélag Íslands – Raflost 2020

    300.000 kr.     Aldís Gyða Davíðsdóttir – Hjartastopp

    300.000 kr.     Magnea Einarsdóttir – Magnea AW20 tískusýning

    300.000 kr.     Bryndís Ósk Þ Ingvarsdóttir – Hvíta tígrisdýrið: Ævintýri um andlegt ofbeldi

    300.000 kr.     Kristín Mjöll Jakobsdóttir – Norrænt í alþjóðlegu samhengi

    300.000 kr.     Sigurjón Halldórsson – Samstarf við Sofia Boys Choir í Búlgaríu

    300.000 kr.     Saga Sigurðardóttir – Eyður

    300.000 kr.     Kristín Guðmundsdóttir – Kyrjandi kvenorka

    300.000 kr.     Gígja Jónsdóttir – Geigen Schein

    300.000 kr.     Hildur Björk Yeoman     – Hildur Yeoman á Hönnunarmars

    300.000 kr.     Þorvaldur Sigurbjörn Helgason – 20/20

    300.000 kr.     Galdur Productions – Verk nr. 2

    300.000 kr.     Pan Thorarensen – Extreme Chill Festival 2020

    300.000 kr.     Arkitektafélag Íslands – Ábyrgð arkitekta í hamfarahlýnun jarðar

    300.000 kr.     Margrét Jóhanna Pálmadóttir – Stúlknakór Reykjavíkur 25 ára

    250.000 kr.     IceCon – Furðusagnahátíð IceCon 2020

    200.000 kr.     Ragnheiður Harpa Leifsdóttir – Hátíð Hverfulleikans

    200.000 kr.     Lilja Dögg Gunnarsdóttir – Starfsemi Umbru 2020

    200.000 kr.     Andrea Elín Vilhjálmsdóttir – Föt - frá öðrum tíma

    200.000 kr.     Óðinn Ásbjarnarson – Ungleikur 2020

    200.000 kr.     Ýr Jóhannsdóttir – Peysa á pulsu í peysu

    200.000 kr.     Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir – Hlökk og vinir á Myrkum músíkdögum

    200.000 kr.     Gerður Sif Ingvarsdóttir – Reykjavík Deathfest 2020

    200.000 kr.     Kristín Valsdóttir – Tákn / Trophies - Kórverk

    200.000 kr.     Guðlaug María Bjarnadóttir – Tjarnarleikhópur

    100.000 kr.     Jónas Hauksson – Doomcember

    100.000 kr.     Margrét A. Björgvinsdóttir – Kórsöngur

    50.000 kr.     Fanný S Cloé Goupil Thiercelin – Íslenska myndasögusamfélagið

    Samþykkt. 

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð lagði fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu málsins:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þakkar faghópi um styrkveitingar á sviði menningarmála fyrir árið 2020 fyrir fagleg og vel unnin störf í umfangsmiklu verkefni. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir til verkefna á sviði menningarmála, en alls var 251 umsókn til umfjöllunar hjá faghópnum og er lagt til að veittir verði styrkir til 95 verkefna. Öllum þeim sem sóttu um er þakkaður áhugi á því að auðga menningarlíf Reykjavíkur. Þá þakkar ráðið þær ábendingar sem faghópurinn setur fram varðandi fyrirkomulag styrkjaúthlutunar og telur eðlilegt að þær verði teknar til skoðunar við næstu árlegu úthlutun.

    Formaður ráðgefandi faghóps um styrki ráðsins tók sæti á fundinum undir þessum lið.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    MÍT þakkar faghópnum vel unnin störf og framkomnar umbótatillögur. Þess er jafnframt óskað að greinargerðir faghóps innihaldi fram og með næsta styrkári upplýsingar um skuldbindingar sjóðsins til næstu þriggja ára.

  2. Aflétt trúnaði af skipan í ráðgefandi faghóp um borgarhátíðir Reykjavíkur 2020-2022 sem samþykkt var á fundi ráðsins þann 26. ágúst 2019. Trúnaður ríkti um skipanina sem nú er aflétt í kjölfar niðurstöðu hópsins og úthlutunar styrkja árið 2020. RMF19080007

    Í faghópnum sátu Magnús Þór Þorbergsson leikhúsfræðingur fyrir hönd Bandalags íslenskra listamanna, Andrés Magnússon framkvæmdastjóri fyrir hönd Samtaka verslunar og þjónustu, Eva María Þórarinsdóttir Lange, stofnandi og eigandi Pink Iceland, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar á Borgarbókasafni Reykjavíkur, fyrir hönd menningar- og ferðamálasviðs.

  3. Aflétt trúnaði af skipan í ráðgefandi faghóp um styrki úr borgarsjóði á sviði menningarmála 2020 sem samþykkt var á fundi ráðsins þann 26. ágúst 2019. Trúnaður ríkti um skipanina sem nú er aflétt í kjölfar úthlutunar styrkja árið 2020. RMF19030006

    Í faghópnum sátu fyrir hönd Bandalags íslenskra listamanna Magnús Þór Þorbergssson leikhúsfræðingur, Pétur Grétarsson tónlistarmaður, Sigtryggur Baldvinsson myndlistarmaður og Sólveig Pálsdóttir rithöfundur, og fyrir hönd Hönnunarmiðstöðvar Íslands Snæfríð Þorsteins, grafískur hönnuður.

  4. Lagt fram til samþykktar bréf Sambands íslenskra myndlistarmanna dags. 27. janúar sl. þar sem Leifur Ýmir Eyjólfsson er tilnefndur í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur til næstu tveggja ára. Leifur Ýmir tekur þar með sæti Unnars Arnar Jónassonar Auðarsonar í nefndinni. RMF20010006

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagðir fram samningar við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, Hinsegin daga, Hönnunarmars, Iceland Airwaves, Myrka músíkdaga og Reykjavik Dance Festival vegna Borgarhátíða Reykjavíkur 2020-2022. RMF19080007

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi breytingatillögu á öllum samningunum:

    Seinni hluti 7. gr samninganna orðist svo: [Nafn hátíðarinnar] leggur á júnífundi fram endurskoðað uppgjör eða áritaðan ársreikning vegna fyrra árs ásamt áformum um hvernig næsta hátíð muni uppfylla markmið samningsins. Skrifstofustjóri menningarmála boðar til fundanna. Jafnframt skal leggja fram endurskoðað uppgjör eða áritaðan ársreikning fyrir menningar,- íþrótta- og tómstundaráð árlega og skal fulltrúi [Nafn hátíðarinnar] kynna hátíðina og uppgjörið á fundi ráðsins, sé þess óskað.

    Breytingatillagan er samþykkt og samningarnir samþykktir svo breyttir. Vísað til borgarráðs.

  6. Fram fer umræða um Kjarvalsstofu í París. RMF15010010

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 5. feb. 2020 vegna tímasetningar sundkennslu eldri borgara.

        Samþykkt að vísa tillögunni frá með vísun í umsögn sviðsstjóra.

        Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 5. feb. 2020 vegna sundkennslu fyrir eldri borgara.

        Samþykkt að vísa tillögunni frá með vísun í umsögn sviðsstjóra.

        Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf Hjólakrafts dags. 5. feb. 2020 vegna starfsemi í Breiðholti.

    Lögð fram eftirfarandi bókun ráðsins:

    Ekki er unnt að verða við beiðninni þar sem umsóknarfrestur vegna styrkveitinga ársins 2020 er liðinn.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram svar sviðsstjóra ÍTR dags. 5. feb. 2020 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 13. janúar 2020 um Sundhöllina.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 5. feb. 2020 vegna vinaborgarráðstefnu í Reykjavík 2020.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu hjá ÍTR dags. 7. febrúar 2020 vegna samstarfssamnings vegna hjólabrettastarfsemi í Dugguvogi árið 2020.

        Samningsdrögin samþykkt. Sviðsstjóra falið að gera breytingar á samningsdrögunum eins og fram koma á fundinum.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram að nýju til umsagnar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs drög að stefnumótun í íþróttum í Reykjavík til 2030.

    Fylgigögn

  14. Fram fer kynning á skátastarfi í Reykjavík. 

    Á fundinn mættu Inga Auðbjörg Straumland, Benedikt Þorgilsson, Baldur Árnason, Jón Andri Helgason og Brynja Guðjónsdóttir.

  15. Fram fer umræða um Bíó Paradís. RMF2010003

    -    kl. 14:40 véku Arna Schram, Inga María Leifsdóttir, Huld Ingimarsdóttir og Anna Eyjólfsdóttir af fundi.

    -    kl. 14:40 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Helga Björnsdóttir sem tók við fundarritun.

Fundi slitið klukkan 15:47

PDF útgáfa fundargerðar
mit_1002.pdf