Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 31

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 27. janúar var haldinn 31. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.37. Viðstödd voru: Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Vetrarhátíð í Reykjavík 2020.

    Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða á skrifstofu menningarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13:48 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á Iceland Airwaves 2019.

    Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, og María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, 2019.

    Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Lagðir fram til samþykktar fjórir samstarfssamningar fyrir árin 2020-2022, en trúnaður ríkir um innihald þeirra þar til trúnaði um verður aflétt við formlega úthlutun styrkja á sviði menningarmála þ. 29. janúar nk.
    Samþykkt. Vísað til borgarráðs.

    -    Kl. 15:04 víkur Sif Gunnarsdóttir af fundinum.

  5. Lögð fram til umsagnar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs drög að stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030.
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:07

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
mit_2701.pdf