Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 30

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2020, mánudaginn 13. janúar var haldinn 30. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.34. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tillaga að afgreiðslu styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á sviði menningarmála samkvæmt tillögu faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Einnig lagt fram heildaryfirlit yfir styrkumsóknir um styrki á sviði menningarmála 2020 og greinargerð faghópsins dags. 5. janúar 2020. Tillagan er færð í trúnaðarbók ráðsins og eru öll gögn þess trúnaðarmerkt. RMF19030006.

    Samþykkt. Trúnaði um styrkveitingar verður aflétt við formlega úthlutun styrkjanna í janúar 2020.

    Formaður ráðgefandi faghóps um styrki ráðsins á sviði menningarmála tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13.37 tekur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum.

  2. Fram fer kynning á starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

    Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. RMF20010004

  3. Fram fer kynning á starfsemi Tjarnarbíós.

    Ólöf Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Menningarfélagsins Tjarnarbíós, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. RMF20010002

  4. Fram fer kynning á starfsemi Bíó Paradísar – Heimili kvikmyndanna.

    Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis kvikmyndanna, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  RMF20010003

  5. Lagður fram samstarfssamningur við Tjarnarbíó 2020-2022. 
    Samþykkt. 
    Vísað til borgarráðs. RMF20010002

  6. Lagður fram skammtímasamstarfssamningur við Bíó Paradís janúar-júní 2020.
    Samþykkt. RMF20010003

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Bíó Paradís við Hverfisgötu hefur öðlast sess sem mikilvæg menningarstofnun í Reykjavík. Bíóið hefur meðal annars verið vettvangur fyrir vinsælar kvikmyndahátíðir, menningarsamstarf við önnur lönd og skólasýningar fyrir grunnskólanemendur. Ráðið telur mikilvægt að leita leiða til að Bíó Paradís haldi starfsemi sinni áfram.

    -    Kl. 15:30 víkja Arna Schram, Sif Gunnarsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Erling Jóhannsson og Inga María Leifsdóttir af fundinum.

    -    Kl. 15:30 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson, sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs og Helga Björnsdóttir, skrifstofustjóri hjá ÍTR sem tekur við fundargerðarritun.

  7. Golfvöllurinn á Kjalarnesi – kynning. 

    Gunnar Páll Pálsson og Bjarni Pálsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  8. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Aðbúnaður og umhverfisauðgun dýra – kynning.

    Sigríður Birna Björnsdóttir og Guðrún Pálína Jónasdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka góða kynningu og ítreka tillögu Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á fundi borgarráðs þann 5. desember 2019 þess efnis að Húsdýragarðurinn standi undir nafni og haldi þannig eingöngu húsdýr sem unnt er að bjóða lífvænleg skilyrði. Ekki verði lengur haldin villt spendýr, fuglar, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru.

    Fylgigögn

  9. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:

    Hvenær eru áætluð verklok á viðgerðum gamla kvennaklefans í Sundhöllinni? Hvernig er áætlað að inniklefarnir nýtist eftir að hann kemst í gagnið? Verður hann aftur kvennaklefi? Fyrir hverja verður nýi kvennaklefinn?

Fundi slitið klukkan 16:30

PDF útgáfa fundargerðar
mit_1301.pdf