Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2018, mánudaginn 10. september var haldinn 3. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson sem varamaður fyrir Björn Gíslason og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ómar Einarsson, Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram til kynningar samþykkt um menningar-, íþrótta- og tómstundaráð.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við framkomin drög að samþykkt. RMF18060004Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs:
Í samræmi við 5. grein samþykktar um menningar-, íþrótta- og tómstundaráð er Bandalagi íslenskra listamanna og Íþróttabandalagi Reykjavíkur heimilt að tilnefna einn áheyrnarfulltrúa hvoru félagi um sig til setu á fundum ráðsins með málfrelsi og tillögurétt. Fulltrúar BÍL og ÍBR skulu boðaðir á fundi ráðsins ef mikilvæg atriði varðandi málaflokka bandalaganna eru á dagskrá. RMF18060004
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 27. ágúst sl., vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun 2019-2023, og tillaga um rammaúthlutun vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2019, dags. 21. ágúst sl. Einnig lögð fram tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og vinnslu fjárhagsáætlunar. RMF18050002
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um drög að gjaldskrá menningar- og ferðamálasviðs fyrir árið 2019. RMF18050003
-
Fram fer umræða um drög að gjaldskrá íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2019.
-
Lögð fram umsögn sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs um styrkbeiðni barnahátíðarinnar Kátt á Klambra. RMF18090001
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð tekur undir efni umsagnar sviðsstjóra og vísar henni til borgarráðs.
- Kl. 14:37 víkur Ómar Einarsson af fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram greinargerð um framkvæmd 17. júní í Reykjavík 2018. RMF18030003
Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða, og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Hönnunarmars 2018. RMF16080010
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, og Ástþór Helgason, nýráðinn stjórnandi Hönnunarmars, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um viðburðastefnu menningar- og ferðamálasviðs sem nú er í undirbúningi. RMF17110005
Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt skipan í ráðgefandi faghóp um styrki úr borgarsjóði á sviði menningarmála 2019. Trúnaðarmál þar til úthlutun styrkja hefur verið gerð opinber. RMF18080005
Samþykkt. -
Lögð fram bréf Rithöfundasambands Íslands og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO með tilnefningum í dómnefnd Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur. Lagt er til að Sabine Leskopf taki sæti í dómnefndinni fyrir hönd menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. RMF18040006
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 17. júlí 2018 og afrit af bréfi Minjastofnunar Íslands til Alta dags. 17. júlí 2018 um fornleifar á fyrirhuguðu athafnasvæði Björgunar í Álfsnesvík við Þerneyjarsund. RMF18080007
Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, og Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa á Borgarsögusafni, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:06
Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson
Sabine Leskopf