Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2019, mánudaginn 16. desember var haldinn 29. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.32. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Líf Magneudóttir, Katrín Atladóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Jórunni Pálu Jónasdóttur og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Listahátíð í Reykjavík 2020. RMF19030006.
Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á myndrænni skráningu á þróun Reykjavíkurborgar.
Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 14.12 víkja Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Erling Jóhannsson og Inga María Leifsdóttir af fundinum.
- kl. 14.12 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson, sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR og Helga Björnsdóttir, skrifstofustjóri hjá ÍTR sem tekur við fundargerðarritun.
-
Lagt fram bréf Klifurfélags Reykjavíkur dags. 5. desember 2019 vegna húsnæðismála.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 11. desember ásamt drögum að erindisbréfi fyrir stýrihóp um endurskoðun reglna um Frístundakortið.
Erindisbréfið samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram 9 mánaða uppgjör ÍTR.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit um framkvæmdaáætlun íþrótta- og tómstundamála 2020.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 12. desember 2019 vegna samnings milli Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Samningurinn samþykktur og vísað til staðfestingar borgarráðs.Fylgigögn
PDF útgáfa fundargerðar
mit_1612.pdf