Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 29

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 16. desember var haldinn 29. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.32. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Líf Magneudóttir, Katrín Atladóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Jórunni Pálu Jónasdóttur og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Listahátíð í Reykjavík 2020. RMF19030006.

    Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á myndrænni skráningu á þróun Reykjavíkurborgar.

    Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    kl. 14.12 víkja Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Erling Jóhannsson og Inga María Leifsdóttir af fundinum.

    -    kl. 14.12 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson, sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR og Helga Björnsdóttir, skrifstofustjóri hjá ÍTR sem tekur við fundargerðarritun.

  3. Lagt fram bréf Klifurfélags Reykjavíkur dags. 5. desember 2019 vegna húsnæðismála.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 11. desember ásamt drögum að erindisbréfi fyrir stýrihóp um endurskoðun reglna um Frístundakortið.

        Erindisbréfið samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram 9 mánaða uppgjör ÍTR.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit um framkvæmdaáætlun íþrótta- og tómstundamála 2020.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 12. desember 2019 vegna samnings milli Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur.

        Samningurinn samþykktur og vísað til staðfestingar borgarráðs.

    Fylgigögn

PDF útgáfa fundargerðar
mit_1612.pdf