Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 28

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 9. desember haldinn 28. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.32. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Jórunni Pálu Jónasdóttur, Örn Þórðarson varamaður fyrir Katrínu Atladóttur og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ómar Einarsson, sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Helga Björnsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu íþrótta- og tómstundasviðs, Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri á íþrótta- og tómstundasviði, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um fulltrúa menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í dómnefnd um barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir árið 2020. Lagt til að Geir Finnsson taki sæti í dómnefndinni. RMF18040006

    Samþykkt. Fulltrúi Miðflokksins situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

  2. Lögð fram tillaga sviðstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 9.12.2019, um breytingar á verklagsreglum um barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Reglurnar eru samþykktar svo breyttar. Vísað til borgarráðs til staðfestingar. RMF18040010

        Lára Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO tekur sæti á fundinum undir þessum lið

    -     kl. 13.42 víkja Arna Schram, Inga María Leifsdóttir og Erling Jóhannesson af fundinum og Helga Björnsdóttir tekur við fundargerðarritun.

    Fylgigögn

  3. Samþykkt að skipa starfshóp um Frístundakortið.  Í hópnum sitji: Jórunn Pála Jónasdóttir, Pawel Bartoszek og Dóra Magnúsdóttir.

  4. Lögð fram tillaga styrkjahóps ÍTR um úthlutun styrkja ráðsins vegna ársins 2020.

        Samþykkt og vísað til kynningar í borgarráði.

        Jafnframt lögð fram að nýju bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019, frá fundi nr. 27. liður 10, vegna samnings við Skátasamband Reykjavíkur, liður 3, vegna samnings við KFUM og KFUK og liður 5 vegna samnings við Taflfélag Reykjavíkur.

        Samþykkt og vísað til kynningar borgarráðs.

        Ennfremur lögð fram eftirfarandi tillaga styrkjahópsins:

        Styrkjahópurinn gerir ekki athugasemdir við að gerðir séu áframhaldandi samningar við KFUM/KFUK, Taflfélag Reykjavíkur, Skátasamband Reykjavíkur að svo stöddu.  Hins vegar leggur styrkjahópurinn til að fyrirkomulag styrkjasamninga verði endurskoðað frá árinu 2021. Styrkjahópur leggur til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á umhverfi samstarfssamninga á vegum ÍTR.

    •    Útbúinn verði sjóður fyrir alla aðila, utan ÍBR, sem eru með lengri samning við Reykjavíkurborg í gegnum íþrótta- og tómstundasvið (ÍTR).

    •    Skrifaðar verði samræmdar reglur um sjóðinn og allir samningarnir taki mið af því.

    •    Samningarnir í sjóðnum verði til 2-3 ára.

    •    Samningarnir miði við fasta upphæð á hverju ári, og geti tekið mið af hagræðingarkröfum borgarráðs.

    •    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð fái árlega yfirlit um skuldbindingu sjóðsins fram í tímann.

    Samþykkt og vísað til kynningar borgarráðs

    Fylgigögn

  5. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019, sbr. 27. fundur liður 6, vegna samnings við Íþróttabandalag Reykjavíkur ásamt minnisblaði dags. 27. nóvember 2019 um helstu breytingar frá síðasta samningi.

        Frestað.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 4. desember 2019 ásamt tillögu um viðhaldsstyrki til félaga.

        Tillaga sviðsstjóra um viðhaldsstyrki samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram skýrsla stýrihóps um mótun stefnu um hjólabretti í Reykjavík dags. 26. apríl 2018.

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á skíðabrekkum í hverfum.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:04

PDF útgáfa fundargerðar
mit_0912.pdf