Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 27

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 25. nóvember var haldinn 27. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 13:33. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttur, Dóra Magnúsdóttir, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ingvar Sverrisson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Arna Schram sviðsstjóri MOF. Fundarritari var Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR.

Þetta gerðist:

  1. Framtíðarbókasafn Reykjavíkur.

    -    kl. 13:41 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinn.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi tillögu:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur til að ráðist verði í umbætur á aðalsafni Borgarbókasafnsins í Grófinni svo safnið nái betur að þjóna menningar- og þjónustuhlutverki sínu til framtíðar. Í greinargerð um framtíðarstarfsemi Grófahúss eru nokkrar leiðir skilgreindar. Ráðið leggur til að leið 2 verði lögð til grundavallar í mati á ávinningi og kostnaði mismunandi leiða. Markmiðið er að íbúar borgarinnar fái öflugra og nútímalegra safn sem þjóni betur þörfum þeirra og skapi þeim skemmtilega og gefandi aðstöðu. Æskilegt er að umbæturnar verði langt komnar eða þeim lokið á 100 ára afmæli Borgarbókasafnsins árið 2023.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur til að ráðist verði í umbætur á aðalsafni Borgarbókasafnsins í Grófinni svo safnið nái betur að þjóna menningar- og þjónustuhlutverki sínu til framtíðar. Farið verði í kostnaðarmat á umbótum og endurhönnun á safninu og nánasta umhverfi þess. Markmiðið er að íbúar borgarinnar fái öflugra og nútímalegra safn sem þjóni betur þörfum þeirra og skapi þeim skemmtilega og gefandi aðstöðu. Æskilegt er að umbæturnar verði langt komnar eða þeim lokið á 100 ára afmæli Borgarbókasafnsins árið 2023.

    Breytingartillagan er samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins gegn atkvæði fulltrúa Miðflokksins.

    Tillagan er samþykkt svo breytt með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins gegn atkvæði fulltrúa Miðflokksins. 

    Fulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi bókun:

    Hér er lögð fram tillaga um stórfelldar framkvæmdir án þess að fyrir liggi nokkurt kostnaðar- eða árangursmat. Ljóst er þó að um er að ræða milljarða. Ljóst er þó að árangur verður mögulega enginn. Slík vinnubrögð eru ekki boðleg í ljósi áfellisdóma þar sem sambærilegum vinnubrögðum var beitt í td. Bragga-verkefni, Hlemm-verkefni og fjölda annarra verkefna sem ráðist hefur verið í af fullkomnu ábyrgðarleysi af hálfu meirihlutans. Í kynningarferð ráðsins til Árhúsa og Osló í október síðastliðnum kom afar skýrt fram að aðsókn og útlán bóka hefur áfram dvínað, þrátt fyrir að ofurfjárhæðum hafi verið veitt í málaflokkinn. Við skoðun á því safni sem helst er horft til, Dokken1 í Árhúsum, er síðan beinlínis beitt blekkingum til að ná fram uppdiktuðum tölum um hið gagnstæða. Þarna hefur verið fjárfest fyrir milljarða eða milljarðatugi í nafni eflingar bókasafns með fögrum fyrirheitum um aukningu notenda. Niðurstaðan er hins vegar skýr: Aðsókn á bókasafnið/útlánum fækkar ár frá ári. Rafbækur, stórbætt aðgengi að rafrænum upplýsingum og gríðarleg aukning afþreyingar almennt, spila stórt hlutverk í þessari þróun. Hér ættum við að fagna stórminnkuðu kolefnisspori, en ekki berjast gegn því með tilgangslausum fjáraustri.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:

    Það er tímabært að endurnýja húsnæði bókasafna í takt við breytt hlutverk þeirra víða um heim. Efling bókasafna er hluti af samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Hér eru lögð til fyrstu skref í átt að endurhönnun safnsins, sem snúa að kostnaðarmati og ábatagreiningu, en um leið gefin ákveðin rammi fyrir þá vinnu sem framundan er. Stóryrtar yfirlýsingar í bókun fulltrúa Miðflokksins sýna að sá flokkur deilir ekki sýn okkar á framtíð bókasafna.

  2. Lagt fram svar sviðsstjóra MOF dags. 20. nóvember 2019 við fyrirspurn um nýtingu á rýmum sem falla undir menningar- og ferðamálasvið frá 23. september 2019 liður 5.

    RMF19110007

    -    Kl. 14:03 vék Arna Schram af fundi.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019 vegna samnings við KFUM og KFUK.

    Samþykkt að vísa drögunum til styrkjahóps ráðsins.

  4. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019 vegna samnings við Hestamannafélagið Fák vegna reksturs Reiðhallarinnar.

    Samningsdrögin samþykkt og þeim vísað til borgarráðs til staðfestingar.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019 vegna samnings við Taflfélag Reykjavíkur .

    Samþykkt að vísa drögunum til styrkjahóps ráðsins.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019 vegna samnings við Íþróttabandalag Reykjavíkur f.h. íþróttafélaganna í borginni. 

    Frestað. Sviðsstjóra falið að gera minnisblað um þær breytingar sem eru gerðar á samningum frá síðasta samningi. 

    Ingvar Sverrisson vék af fundi undir þessum lið.

  7. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019 vegna úthlutunar styrkja til viðhalds mannvirkja íþrótta- og æskulýðsfélaga 2020.

    Ráðið samþykkir úthlutunina og vísar þeim til borgarráðs til kynningar.

  8. Lagt fram bréf Golfklúbbsins Brautarholts dags. 19. nóvember 2019 með ósk um styrk vegna kaupa á sláttu-robotum auk vallar- og leigustyrk. 

    Erindinu er hafnað varðandi kaupa á sláttu-robotum. Samþykkt að óska eftir tillögum frá ÍBR og ÍTR vegna vallarstyrkja.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf Skátasambands Reykjavíkur dags. 11. október 2019 vegna skátastarfs í Reykjavík.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019 vegna samnings við Skátasamband Reykjavíkur.

    Samþykkt að vísa drögunum til styrkjahóps ráðsins.

  11. Lagt fram bréf ÍR dags. 14. október 2019 vegna leikskólaverkefnis ÍR í Breiðholti.

    Vísað til styrkjahóps ráðsins.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. nóv. 2019 ásamt fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um hlutfallslega notkun frístundakortsins til íþróttaiðkunar á fundi borgarráðs 31. október 2019.

    Jafnframt lagt fram svar sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019 vegna fyrirspurnarinnar.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. september 2019 þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tillögu fulltrúa Flokks fólksins um eflingu frístundastarfs í hverfi 111.

    Jafnframt lagt fram svar sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019 vegna tillögunnar.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. október 2019 þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að notkun Frístundakortsins verði í samræmi við markmið þess.

    Jafnframt lagt fram svar sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019 vegna tillögunnar.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019 vegna endurskoðunar reglna um Frístundakortið. 

    Samþykkt að skipa stýrihóp til að endurskoða reglurnar.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019 vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um framkvæmdir á skíðasvæðum sbr. 6. liður fundargerðir MÍT frá 21. október 2019.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 20. nóvember 2019 vegna afgreiðslutíma og aðgangseyri í Fjölskyldugarðinum.

    Samþykkt að innheimta ekki aðgangseyri í Fjölskyldugarðinum frá og með 1. desember 2019 til 1. mars 2020 til reynslu og að börn yngri en sex ára greiði ekki aðgangseyri frá og með 1. janúar 2020.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Fram dags. í ágúst 2019 með ósk um að settur verði strandblakvöllur í Grafarholti.

    Vísað til skipulagssviðs.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram til kynningar upplýsingar um norræna höfuðborgarráðstefnu um íþróttir í Osló 2020.

    Fundi slitið kl. 15:30.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:30

PDF útgáfa fundargerðar
mit_2511.pdf