Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 26

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 11. nóvember haldinn 26. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir og Katrín Atladóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á árshlutauppgjöri menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar-september 2019. RMF19010003

    -    kl. 13.32 tekur Baldur Borgþórsson sæti á fundinum.

  2. Fram fer kynning á og umræður um þróunarvinnu vegna Grófarhúss. RMF18040010

        Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar á Borgarbókasafninu taka sæti á fundinum undir þessum lið

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tillaga sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að stjórn Vetrarhátíðar 2020. RMF19110003

        Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram drög að umsögn menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs um drög að ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 2. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 25. október sl. RMF18040008    

        Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:13

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
mit_1111.pdf