Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2019, mánudaginn 21. október var haldinn 25. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.33. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. október 2019 vegna kosningar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Jórunn Pála Jónasdóttir tekur sæti Björns Gíslasonar. RMF18060004
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 15. október þar sem óskað er eftir umsögn menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs um drög að nýrri ferðamálastefnu fyrir Reykjavíkurborg.
Samþykkt að fela varaformanni og sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að gera drög að umsögn ráðsins. Óskað er eftir sjónarmiðum ráðsfulltrúa og áheyrnarfulltrúa fyrir 27. október nk. RMF18040008Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fræðsluferð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs til Árósa og Osló 29. september – 4. október 2019. RMF19080018
Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram til kynningar trúnaðarmerkt yfirlit yfir innkomnar styrkumsóknir úr borgarsjóði á sviði menningarmála fyrir árið 2020. RMF19030006
-
Lögð fram að nýju greinargerð faghóps um borgarhátíðir Reykjavíkur 2020-2022 skipuðum fulltrúum menningar- og ferðamálasviðs, fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna, fulltrúa Samtaka ferðaþjónustunnar og fulltrúa Samtaka verslunar og þjónustu sem sbr. 4. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. ágúst sl. RMF1908007
Lögð fram svohljóðandi tillaga menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs:
Lagt er til að sex hátíðir í Reykjavík hljóti viðurkenninguna Borgarhátíð Reykjavíkur 2020-2022. Þær eru: Hinsegin dagar – Reykjavík Pride, Hönnunarmars, Iceland Airwaves, RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, Myrkir músíkdagar og Reykjavík Dance Festival. Gerður verði samstarfssamningur til þriggja ára sem felur í sér markmið um starfsemi, þróun og rekstur með tilskyldum fyrirvörum um samþykkt fjárhagsáætlunar hverju sinni. Framlög til hátíðanna nemi samtals 50 m.kr. á ári og skiptist með eftirfarandi hætti: Hinsegin dagar – Reykjavík Pride 10 m.kr., Hönnunarmars 10 m.kr. Iceland Airwaves 10 m.kr., RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 10 m.kr., Myrkir músíkdagar 5 m.kr. og Reykjavík Dance Festival 5 m.kr. Framlögin verði fjármögnuð af kostnaðarstað 03113 styrkir og rekstrarsamningar. Einnig verði trúnaður um setu í faghóp um borgarhátíðir 2020-2022 framlengdur þar til úthlutun styrkja úr borgarsjóði á sviði menningarmála verður gerð opinber í janúar 2020.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði óska eftir upplýsingum um stöðu á uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins samkvæmt undirritun samnings 7. maí 2018.
Fundi slitið klukkan 15:09
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
mit_2110.pdf