Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 24

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 14. október var haldinn 24. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.28. Viðstaddir: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Dóra Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir varamaður fyrir Björn Gíslason, María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tillaga faghóps skipuðum fulltrúa menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og tveimur aðilum tilnefndum af STEF, Félagi hljómplötuframleiðenda og Félagi íslenskra hljómlistarmanna, dags. 9. október 2019, að afgreiðslu styrkja úr úrbótasjóði tónleikastaða árinu 2020, ásamt fylgiskjölum. RMF19080009
    Samþykkt að veita Stelpur rokka styrk að upphæð 750.000 kr.
    Samþykkt að veita Iðnó styrk að upphæð 2.250.000 kr.
    Samþykkt að veita Gauknum styrk að upphæð 1.700.000 kr.
    Samþykkt að veita KEX Hostel styrk að upphæð 1.000.000 kr.
    Samþykkt að veita Mengi styrk að upphæð 380.000 kr.
    Samþykkt að veita Bryggjan brugghús styrk að upphæð 1.000.000 kr.
    Samþykkt að veita Hannesarholt styrk að upphæð 1.700.000 kr.
    Samþykkt að veita Stúdentakjallaranum styrk að upphæð 250.000 kr.
    Samþykkt að veita Bakkaskemmunni styrk að upphæð 470.000 kr.
    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    -    María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram greinargerð faghóps um borgarhátíðir Reykjavíkur 2020-2022 skipuðum fulltrúum menningar- og ferðamálasviðs, Bandalags íslenskra listamanna, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka verslunar og þjónustu. RMF190080007
    Afgreiðslu málsins er frestað.

    -    Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Lagt fram bréf Bandalags íslenskra listamanna dags. 23. sept. sl. um  breytingu á varaáheyrnarfulltrúa BÍL í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.

    -    kl. 14.12 víkja Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Erling Jóhannsson og Inga María Leifsdóttir af fundinum.

    -    kl. 14.12 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson, sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR og Helga Björnsdóttir, skrifstofustjóri hjá ÍTR sem tekur við fundargerðarritun.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 8. október 2019 vegna aðstöðumála fyrir starfsfólk í Fjölskyldugarðinum.
        Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Samþykkt að í styrkjanefnd MÍT vegna íþrótta- og tómstundamálan 2020 sitji Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson og Katrín Atladóttir.

  6. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 1. október 2019 vegna verkferla umsóknarferils fatlaðra ungmenna í frístundastarfi í Hinu Húsinu.
        Verkferlarnir samþykktir.  

        Fulltrúar ráðsins leggja fram eftirfarandi bókun:

    Fulltrúar MÍT eru þeirrar skoðunar að fötluð ungmenni eigi rétt á að velja sér frístundastarf óháð lögheimili. Félagstengsl eiga ekki að takmarkast við sveitarfélagsmörk. Þær reglur sem hér eru samþykktar eru settar fram til að tryggja að Reykjavík geti forgangsraðað í þágu þeirra ungmenna sem borginni ber lagaleg skylda til að þjónusta. Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er hvatt til að taka málið fyrir á sínum vettvangi með valfrelsi  að leiðarljósi. Lagt er til að reglurnar verði endurskoðaðar með hliðsjón af því sem þar verður ákvarðað.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. september 2019 vegna erindis Frjálsíþróttasambands Íslands um þjóðarleikvanga.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. september 2019 vegna tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks Fólksins um átak í notkun Frístundakortsins í hverfi 111.
        Vísað til umsagnar ÍTR.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. október 2019 vegna tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að notkun á Frístundakortinu verði í samræmi við markmið þess og afnám skilyrða vegna fjárhagsaðstoðar.
        Vísað til umsagnar ÍTR.
     

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns dags. 11. september 2019 með ósk um viðræður við borgaryfirvöld um íþróttastarf og skipulag íþróttamannvirkja í Vogabyggð. 

    Fylgigögn

PDF útgáfa fundargerðar
mit_1410.pdf