Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2019, mánudaginn 23. september var haldinn 23. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.31. Viðstaddir: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Björn Gíslason, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar og ferðamálasviði og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. september 2019 vegna kosningar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Dóra Magnúsdóttir tekur sæti Sabine Leskopf og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti sem varamaður í stað Ellen Jacqueline Calmon. RMF18060004
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. september 2019 vegna kosningar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Marta Guðjónsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir taka sæti sem varamenn í stað Egils Þórs Jónssonar og Jórunnar Pálu Jónasdóttur. RMF18060004
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum drögum að fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs 2020. RMF19040001
- kl. 13.40 tekur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum.
- kl. 14.36 víkja Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Erling Jóhannsson og Inga María Leifsdóttir af fundinum.
- kl. 14.38 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson, sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri ÍTR og Helga Björnsdóttir, skrifstofustjóri á íþrótta- og tómstundasviði, sem tekur við fundargerðarritun. -
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum drögum að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2020.
-
Fulltrúar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um nýtingu á rýmum sem falla undir menningar- og ferðamálasvið. Hve oft hefur hvert rými verið leigt á árinu 2018 og hverjar eru leigutekjar vegna hvers rýmis?
Fundi slitið klukkan 15:33
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
23._fundur_23._september_2019.pdf