Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 22

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 9. september var haldinn 22. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.  Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 13:30. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttur, Björn Gíslason, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Andrés B Andreasen fjármálastjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri ÍTR, Arna Schram sviðsstjóri MOF.  Fundarritari var Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf formanns menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs dags. 4. september 2019, með breytingartillögum við verklagsreglur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykktar voru í borgarráði 4. júlí sl. RMF19030006.

        Samþykkt samhljóða.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs, dags. 4. september 2019, við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna um samantekt á styrkjasamningum sem nú er í gildi og snúa að barnamenningu í borginni, sbr. 9. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 27. maí 2019. Einnig lagðir fram til kynningar bæklingar um fræðsludagskrá vetrarins hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur og Listasafni Reykjavíkur. RMF19080005.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir fulltrúa í fræðsluferð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs haustið 2019 ásamt dagskrá.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 29. ágúst sl. þar sem fram kemur að Diljá Ámundadóttir taki sæti sem varamaður í menningar, íþrótta- og tómstundaráði í stað Gunnlaugs Braga Björnssonar.

    -    kl. 13:40 víkur Arna Schram af fundi.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á sex mánaða uppgjöri ÍTR.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram yfirlit um aðsókn í sundlaugar og Fjölskyldugarð janúar – ágúst 2019.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram tillaga um gjaldskrá starfsstaða ÍTR 2020 – trúnaðarmál.

  8. Lagt fram bréf TBR dags. 27. ágúst 2019 með ósk um styrk vegna búnaðarkaupa vegna alþjóðlegra badmintonmóta.

        Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra reksturs og þjónustu hjá ÍTR dags. 3. september 2019 vegna þjónustutíma á Ylströndinni veturinn 2019-2020.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf Íshokkísambands Íslands dags. 20. ágúst 2019 með beiðni um styrk vegna heimsmeistaramóts karla í riðli IIb í Reykjavík 19.-25. apríl 2020.

        Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram umsóknir frá Ármanni, Fylki og KR vegna rafíþróttadeilda félaganna.

        Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi tillögu:

    Í framhaldi af samþykkt ráðsins frá 24. júní 2019 um að auglýst skuli eftir umsóknum um styrki vegna stofnum rafíþróttadeilda í Reykjavík þá er lagt til við borgarráð að KR, Fylkir og Ármann fái hvert um sig 660.000.- í styrk vegna málsins.

    Samþykkt með 4 atkvæðum. Fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

    Fulltrúar Miðflokksins Baldur Borgþórsson og Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir leggja fram eftirfarandi bókun:

    Í dag eru fimm mánuðir síðan lögð var fram tillaga að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um að Reykjavíkurborg styddi íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan var samþykkt einróma í borgarstjórn og ljóst að vilji borgarfulltrúa stóð til þess að þetta verkefni yrði unnið sómasamlega enda markmiðið göfugt að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og ungmenna. Ljóst er að þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Það vekur því furðu hversu lítið fjármagn meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði ætlar sér að setja í málaflokkinn þegar vilji borgarstjórnar stendur algjörlega kýrskýr. Úr því að þessi staða er komin upp er e.t.v. rétt að skora á borgarstjórn að taka málið upp að nýju. Í greinargerðinni kom að kostnaðurinn við hvert félag yrði u.þ.b. 10 milljónir. Eins og máltækið segir þá skal orðum fylgja efndir; raunverulegur vilji og fjármagn.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

    Tillaga um 2 m.kr. stuðning í þágu rafíþrótta var samþykkt einróma á fundi MÍT þann 24. júní. Það er sérkennilegt að fulltrúar minnihlutans hafi ekki gert athugasemdir um heildarupphæðina á sínum tíma, en gera það hins vegar nú, þegar einungis er verið að taka ákvörðun um skiptingu hennar.

    Björn Gíslason víkur af fundi undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Vals dags. 29. júlí 2019 vegna gervigrass félagsins.

        Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs og Íþrótta- og tómstundasviðs.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 6. ágúst 2019 – Vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur.

        Íþrótta- og tómstundasvið leggur áherslu á að ekki sé lokað í sundlaugunum vegna viðhaldsverkefna þegar vetrarfrí eru í skólum borgarinnar.

    Íþrótta- og tómstundasvið mun koma því á framfæri við samstarfsnefnd skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að opna fyrr á þeim dögum þegar vetrarfrí er, ef aðstæður og veður leyfa.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 28. júní 2019 þar sem fram kemur að tillaga borgarstjóra um að eftir að Fram flytur í Úlfarsárdalinn taki Víkingur yfir rekstur íþróttahús og gervigrasvöll í Safamýri og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði verði falið að sinna stefnumótun og eftirliti með verkefninu í Safamýri.

        Fyrir liggur að halda fund með íbúum hverfisins í september.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 29. ágúst 2019 ásamt skýrslu með samanteknum niðurstöðum frá Fjölmenningarþingi 2018.

    Fylgigögn

  16. Upplýst var að nú fer fram innleiðing á nýju afgreiðslukerfi á starfsstöðum ÍTR.