Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2019, mánudaginn 9. september var haldinn 22. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 13:30. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttur, Björn Gíslason, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Andrés B Andreasen fjármálastjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri ÍTR, Arna Schram sviðsstjóri MOF. Fundarritari var Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf formanns menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs dags. 4. september 2019, með breytingartillögum við verklagsreglur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykktar voru í borgarráði 4. júlí sl. RMF19030006.
Samþykkt samhljóða.Fylgigögn
-
Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs, dags. 4. september 2019, við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna um samantekt á styrkjasamningum sem nú er í gildi og snúa að barnamenningu í borginni, sbr. 9. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 27. maí 2019. Einnig lagðir fram til kynningar bæklingar um fræðsludagskrá vetrarins hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur og Listasafni Reykjavíkur. RMF19080005.
Fylgigögn
-
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir fulltrúa í fræðsluferð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs haustið 2019 ásamt dagskrá.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 29. ágúst sl. þar sem fram kemur að Diljá Ámundadóttir taki sæti sem varamaður í menningar, íþrótta- og tómstundaráði í stað Gunnlaugs Braga Björnssonar.
- kl. 13:40 víkur Arna Schram af fundi.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á sex mánaða uppgjöri ÍTR.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit um aðsókn í sundlaugar og Fjölskyldugarð janúar – ágúst 2019.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga um gjaldskrá starfsstaða ÍTR 2020 – trúnaðarmál.
-
Lagt fram bréf TBR dags. 27. ágúst 2019 með ósk um styrk vegna búnaðarkaupa vegna alþjóðlegra badmintonmóta.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofustjóra reksturs og þjónustu hjá ÍTR dags. 3. september 2019 vegna þjónustutíma á Ylströndinni veturinn 2019-2020.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Íshokkísambands Íslands dags. 20. ágúst 2019 með beiðni um styrk vegna heimsmeistaramóts karla í riðli IIb í Reykjavík 19.-25. apríl 2020.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.Fylgigögn
-
Lagðar fram umsóknir frá Ármanni, Fylki og KR vegna rafíþróttadeilda félaganna.
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi tillögu:
Í framhaldi af samþykkt ráðsins frá 24. júní 2019 um að auglýst skuli eftir umsóknum um styrki vegna stofnum rafíþróttadeilda í Reykjavík þá er lagt til við borgarráð að KR, Fylkir og Ármann fái hvert um sig 660.000.- í styrk vegna málsins.
Samþykkt með 4 atkvæðum. Fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.
Fulltrúar Miðflokksins Baldur Borgþórsson og Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir leggja fram eftirfarandi bókun:
Í dag eru fimm mánuðir síðan lögð var fram tillaga að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um að Reykjavíkurborg styddi íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan var samþykkt einróma í borgarstjórn og ljóst að vilji borgarfulltrúa stóð til þess að þetta verkefni yrði unnið sómasamlega enda markmiðið göfugt að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og ungmenna. Ljóst er að þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Það vekur því furðu hversu lítið fjármagn meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði ætlar sér að setja í málaflokkinn þegar vilji borgarstjórnar stendur algjörlega kýrskýr. Úr því að þessi staða er komin upp er e.t.v. rétt að skora á borgarstjórn að taka málið upp að nýju. Í greinargerðinni kom að kostnaðurinn við hvert félag yrði u.þ.b. 10 milljónir. Eins og máltækið segir þá skal orðum fylgja efndir; raunverulegur vilji og fjármagn.
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
Tillaga um 2 m.kr. stuðning í þágu rafíþrótta var samþykkt einróma á fundi MÍT þann 24. júní. Það er sérkennilegt að fulltrúar minnihlutans hafi ekki gert athugasemdir um heildarupphæðina á sínum tíma, en gera það hins vegar nú, þegar einungis er verið að taka ákvörðun um skiptingu hennar.
Björn Gíslason víkur af fundi undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Vals dags. 29. júlí 2019 vegna gervigrass félagsins.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs og Íþrótta- og tómstundasviðs.Fylgigögn
-
Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 6. ágúst 2019 – Vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur.
Íþrótta- og tómstundasvið leggur áherslu á að ekki sé lokað í sundlaugunum vegna viðhaldsverkefna þegar vetrarfrí eru í skólum borgarinnar.
Íþrótta- og tómstundasvið mun koma því á framfæri við samstarfsnefnd skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að opna fyrr á þeim dögum þegar vetrarfrí er, ef aðstæður og veður leyfa.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 28. júní 2019 þar sem fram kemur að tillaga borgarstjóra um að eftir að Fram flytur í Úlfarsárdalinn taki Víkingur yfir rekstur íþróttahús og gervigrasvöll í Safamýri og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði verði falið að sinna stefnumótun og eftirliti með verkefninu í Safamýri.
Fyrir liggur að halda fund með íbúum hverfisins í september.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 29. ágúst 2019 ásamt skýrslu með samanteknum niðurstöðum frá Fjölmenningarþingi 2018.
Fylgigögn
-
Upplýst var að nú fer fram innleiðing á nýju afgreiðslukerfi á starfsstöðum ÍTR.