Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2019, mánudaginn 26. ágúst var haldinn 21. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.34. Viðstaddir: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Ellen Jacqueline Calmon, Björn Gíslason, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar og ferðamálasviði og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktu 6 mánaða uppgjöri menningar- og ferðamálasviðs janúar til júní 2019. RMF19010003
- kl. 13.35 tekur Katrín Atladóttir sæti á fundinum.
-
Fram fer umræða um trúnaðarmerkt drög að gjaldskrá menningar- og ferðamálasviðs fyrir árið 2020. RMF19040001
-
Lagðar fram trúnaðarmerktar tilnefningar Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands að skipan í faghóp vegna styrkja úr borgarsjóði á sviði menningarmála árið 2020. RMF19030006
Samþykkt. Trúnaðarmál þar til úthlutun styrkja er gerð opinber í janúar 2020. -
Lagðar fram trúnaðarmerktar tilnefningar Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka verslunar og þjónustu og Bandalags íslenskra listamanna að skipan í faghóp vegna borgarhátíða Reykjavíkur 2020-2022. Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga um tvo fulltrúa menningar- og ferðamálasviðs í faghópunum. RMF19080007
Samþykkt og færð í trúnaðarbók ráðsins. Trúnaðarmál þar til niðurstaða er gerð opinber í október 2019. -
Lagðar fram tilnefningar Rithöfundasambands Íslands og Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO í dómnefnd vegna Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur árið 2020. Fram fer umræða um fulltrúa menningar-, íþrótta-og tómstundaráðs í dómnefndinni. RMF18040006
Frestað.Fylgigögn
-
Lagðar fram trúnaðarmerktar tilnefningar STEF, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Félags hljómplötuframleiðenda í faghóp vegna úrbótasjóðs tónleikastaða. Lögð fram tillaga um fulltrúa menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í faghópnum. RMF19080009
Samþykkt og færð í trúnaðarbók ráðsins. Trúnaðarmál þar til niðurstaða er gerð opinber um í október 2019.
Fundi slitið klukkan 15:04
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
Sabine Leskopf